Sigríður Guðbrandsdóttir (sjúkraliði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Guðbrandsdóttir frá Unhóli í Þykkvabæ, húsfreyja, sjúkraliði fæddist 11. janúar 1958.
Foreldrar hennar voru Guðbrandur Sveinsson bóndi, rafvirki, f. 28. maí 1920 í Borgarholti í Miklaholtshreppi, d. 15. júní 2010, og kona hans Sigurfinna Pálmarsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1925 á Unhóli, d. 1. október 2019.

Börn Sigurfinnu og Guðbrands – í Eyjum:
1. Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir, verkakona, f. 10. júní 1955.
2. Sigríður Guðbrandsdóttir sjúkraliði, f. 11. janúar 1958.

Sigríður var með foreldrum sínum.
Hún flutti til Eyja, vann í Hraunbúðum frá 1984.
Sigríður lauk sjúkraliðanámi í Framhaldsskólanum í Eyjum 2008 og hefur unnið í Hraunbúðum.
Þau Valtýr giftu sig 2003, eignuðust þrjú börn, en misstu fyrsta barn sitt vikugamalt. Þau byggðu og bjuggu að Foldahrauni 1.
Valtýr lést 2018.

I. Maður Sigríðar, (12. desember 2003), var Valtýr Georgsson verkstjóri, f. 19. apríl 1956, d. 10. mars 2018.
Börn þeirra:
1. Guðbranduur Valtýsson, f. 15. september 1988, d. 22, september 1988.
2. Sindri Valtýsson vélstjóri, vinnur á þungavinnuvélum, f. 9. ágúst 1989. Kona hans Bryndís Jónsdóttir.
3. Reynir Valtýsson rafvirki, f. 15. nóvember 1995. Sambúðarkona hans Lísbet Elva Gylfadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 24. mars 2018. Minning Valtýs.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigríður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.