Ingunn Björk Sigurðardóttir Bjartmars
Ingunn Björk Sigurðardóttir Bjartmars, húsfreyja, starfsmaður í eldhúsi Sjúkrahússins fæddist 5. desember 1961.
Foreldrar hennar Sigurður Þór Ögmundsson, sjómaður, f. 8. nóvember 1940, og Ingibjörg Ó. Bjartmars, húsfreyja, verslunarmaður, f. 22. október 1940.
Börn Ingibjargar og Sigurðar:
1. Hrafnhildur Sigurðardóttir húsfreyja, ritari í Tónlistarskólanum í Eyjum, f. 24. júní 1960. Fyrrum sambúðarmaður Guðmundur Ólafsson. Maður hennar Aðalsteinn Jóhannsson frá Akureyri.
2. Ingunn Björk Sigurðardóttir Bjartmars húsfreyja, starfsmaður í eldhúsi Sjúkrahússins, f. 5. desember 1961. Sambúðarmaður hennar Baldur Þór Bragason. Maður hennar Sigurður Ólafur Steingrímsson. Maður hennar Heimir Guðmundsson, látinn.
3. Ólafur Sigurðsson sjómaður, matsveinn, f. 18. júli 1964. Kona hans Hrönn Gunnarsdóttir.
Þau Baldur Þór hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Sigurður Ólafur giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Heimir giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Hann lést 2011.
I. Fyrrum sambúðarmaður Ingunnar var Baldur Þór Bragason, skipstjóri, stýrimaður, f. 22. maí 1959, d. 8. janúar 2022.
Börn þeirra:
1. Birgit Ósk Baldursdóttir Bjartmars, f. 15. mars 1984.
2. Arna Hrund Baldursdóttir Bjartmars, f. 29. janúar 1988.
II. Fyrrum maður Ingunnar Bjarkar Sigurður Ólafur Steingrímsson, f. 28. október 1962. Foreldrar hans Steingrímur Dalmann Sigurðsson, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, f. 4. janúar 1942, d. 19. maí 2017, og Guðlaug Ólafsdóttir, húsfreyja, f. 2. desember 1942.
Barn þeirra:
3. Steingrímur Sigurðsson, f. 2. mars 1995.
III. Maður Ingunnar var Heimir Guðmundsson, f. 12. ágúst 1958, d. 17. maí 2011. Foreldrar hans Guðmundur Helgason, f. 20. september 1917, d. 17. maí 1980, og Valdís Valdimarsdóttir, f. 4. apríl 1927, d. 26. sptember 1995.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Ingunn.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.