Þórarinn Ólason eldri (Hoffelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórarinn Ólason.

Þórarinn Ólason á Hoffelli, húsamiður, síðar skrifstofumaður fæddist 1. mars 1893 í Kílakoti í Kelduhverfi í S-Þing. og lést 19. október 1958.
Foreldrar hans voru Óli Jón Kristjánsson bóndi á Bakka í Kelduhverfi og víðar, f. 23. maí 1866, d. 20. apríl 1929, og kona hans Hólmfríður Þórarinsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 23. júní 1861, d. 6. desember 1937.

Börn Hólmfríðar og Óla Jóns voru:
1. Árni Ólason (Árni Óla) rithöfundur, blaðamaður, f. 2. desember 1888, d. 5. júní 1979.
2. Kristjana Óladóttir bæjarritari í Eyjum, f. 23. mars 1891, d. 6. mars 1966.
3. Þórarinn Ólason trésmiður, skrifstofumaður, f. 1. mars 1893, d. 19. október 1958.
4. Kristján Ólason pakkhúsmaður á Húsavík, skáld, f. 27. júlí 1894, d. 24. október 1975.
5. Guðbjörg Óladóttir kaupmaður á Húsavík, f. 26. febrúar 1896, d. 24. október 1960.
6. Sigurður Ólason forstjóri, f. 25. ágúst 1900, d. 6. júní 1979.

Þórarinn var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Kílakoti við fæðingu, á Bakka í Kelduhverfi 1901, í Hliðskjálf í Húsavíkursókn 1910 og á Kirkjubæ þar 1920.
Hann var húsasmiður að mennt.
Hann fluttist til Eyja með móður sinni og Kristjönu systur sinni 1924, bjó með þeim og Sigurði bróður sínum í Þingholti 1924.
Hann aðstoðaði Sigurð við byggingu Þrúðvangs 1926 og bjó þar með móður sinni, Sigurði og Kristjönu 1927.
Þau Jónína giftu sig 1930 og bjuggu á Hoffelli, eignuðust eitt barn og Þórarinn gekk þrem börnum Jónínu í föðurstað.
Þórarinn lést 1958 og Jónína 1988.

Kona Þórarins, (29. nóvember 1930), var Jónína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. september 1892 í Húsavík í N.-Múl., d. 27. desember 1988. Hún var þá ekkja eftir Bjarna Bjarnason formann, útgerðarmann, sem drukknaði við Eiðið 1924.
Barn þeirra:
1. Óli Þórarinsson verkamaður, f. 31. maí 1931, d. 19. júní 1989.
Stjúpbörn Þórarins, börn Jónínu frá fyrra hjónabandi:
2. Jóhann Bjarnason verkamaður, f. 16. október 1913, d. 6. febrúar 1994, kvæntur Oddnýju Bjarnadóttur forstöðukona barnaheimilisins að Sóla, f. 23. apríl 1914, d. 29. september 2000.
3. Bjarni Bjarnason hárskeri, f. 12. maí 1916, d. 26. desember 1998, kvæntur Kristínu Einarsdóttur húsfreyju, f. 29. apríl 1914, d. 7. febrúar 1995.
4. Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja og sjúkranuddari, f. 6. janúar 1921, d. 25. júní 1990, gift Eðvaldi Hinrikssyni sjúkranuddara, f. 12. júlí 1911, d. 27. desember 1993.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Þingeyinga II. Indriði Indriðason. Helgafell 1976.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.