Sigurður Ólafsson (Bakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Ólafsson frá Bakka, vélvirki fæddist þar 14. apríl 1923 og lést 4. nóvember 1992.
Foreldrar hans voru Ólafur Guðmundsson sjómaður, formaður, gúmílímari, f. 2. júlí 1892 á Krossi í A-Landeyjum, d. 8. október 1953, og fyrsta kona hans Siggerður Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1891 á Mel í Eskifirði, d. 17. mars 1929.

Börn Siggerðar og Ólafs voru:
1. Oddur Magnús Ólafsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. janúar 1920 á Bólstað, d. 15. júní 2009.
2. Þorvaldur Ólafsson frá Búastöðum, vélstjóri, vélvirkjameistari, verslunarmaður, heildsali í Reykjavík, f. 5. júní 1921 á Bólstað, d. 27. febrúar 2009.
3. Sigurður Ólafsson vélvirki, síðast á Seyðisfirði, f. 14. apríl 1923 á Bakka, d. 27. október 1992.
4. Fífa Guðmunda Ólafsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1925 á Bakka, d. 20. júlí 2009.
5. Guðríður Ólafsdóttir, f. 15. júlí 1927 á Bakka. Hún var fóstruð í Höfðahúsi hjá Jóhanni Björnssyni og Ingibjörgu Þórarinsdóttur. Hún lést 20. maí 1931.

Börn Þórfinnu Finnsdóttur og systkini Sigurðar með tengdum voru:
6. Ólafur Gränz húsgagnasmíðameistari, f. 4. mars 1912 í Dal, d. 14. ágúst 1960.
7. Jóhanna Kristín Helgadóttir húsfreyja, f. 9. október 1915 í Fagurhól, d. 7. október 2000.
8. Guðrún Helga Helgadóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1924 á Hjalteyri, d. 29. desember 1997.
9. Jón Ástvaldur Helgason sundlaugarvörður, bifreiðastjóri, f. 7. nóvember 1925 á Hjalteyri, d. 20. apríl 1996.

Sigurður missti móður sína, er hann var tæpra sex ára.
Hann var með föður sínum á Bakka í fyrstu, síðan á Bólstað hjá Auðbjörgu og Sigurði Ólafssyni, en síðan var hann sendur til föðurmóður sinnar í A-Landeyjum og þar ólst hann upp í skjóli hennar og Erlendar sonar hennar, föðurbróður síns að hálfu.
Hann var verkamaður og hjá föður sínum og stjúpu á Bakka 1945, bjó hjá Auðbjörgu á Bólstað, er hann vann hjá Vélsmiðjunni Magna. Um skeið vann hann hjá Járnsteypunni í Reykjavík.
Hann settist að í Neskaupstað, vann þar hjá dráttarbrautinni, en hún varð gjaldþrota. Hann fluttist til Seyðisfjarðar 1951, vann þar hjá Vélsmiðjunni Stál, lauk sveinsprófi þar í vélvirkjun.
Hann eignaðist barn með Jóneu 1943.
Þau Ragna giftu sig 1947, eignuðust þrjú börn.

I. Barnsmóðir Sigurðar var Jónea Samsonardóttir húsfreyja á Patreksfirði og í Reykjavík, f. 11. október 1923 á Þingeyri í Dýrafirði, d. 16. janúar 2009 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Bjarney Sveinbjörnsdóttir Sigurðardóttir húsfreyja á Sauðárkróki, f. 23. júlí 1943 á Þingeyri.

II. Kona Sigurðar, (25. október 1947), var Ragna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 5. júní 1928, d. 6. maí 2017. Foreldrar hennar voru Sigurður Finnbjörnsson múrarameistari, bæjarverkstjóri í Neskaupstað, f. 14. janúar 1891, d. 9. ágúst 1963, og kona hans Hallbera Daníelsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1889, d. 4. apríl 1972.
Börn Rögnu og Sigurðar:
2. Þóra Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, móttökuritari í Grindavík, f. 5. maí 1948. Maður hennar var Viðar Valdimarsson, látinn.
3. Ólafur Hreggviður Sigurðsson íþróttakennari á Seyðisfirði, f. 27. maí 1954. Fyrri kona hans, (skildu), var Sigríður María Bjarnadóttir. Kona hans er Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir.
4. Linda Sigrún Sigurðardóttir í Grindavík, húsfreyja, gæðastjóri, f. 29. mars 1964. Maður hennar er Hallur Viggósson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Linda Sigrún.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þóra Sigríður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.