Fífa Guðmunda Ólafsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Fífa Guðmunda Ólafsdóttir.

Fífa Guðmunda Ólafsdóttir frá Bakka, húsfreyja fæddist þar 16. nóvember 1925 og lést 20. júlí 2009 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Foreldrar hennar voru Ólafur Guðmundsson sjómaður, formaður, gúmílímari, f. 2. júlí 1892 á Krossi í A-Landeyjum, d. 8. október 1953, og fyrsta kona hans Siggerður Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1891 á Mel í Eskifirði, d. 17. mars 1929.

Börn Siggerðar og Ólafs voru:
1. Oddur Magnús Ólafsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. janúar 1920 á Bólstað, d. 15. júní 2009.
2. Þorvaldur Ólafsson frá Búastöðum, vélstjóri, vélvirkjameistari, verslunarmaður, heildsali í Reykjavík, f. 5. júní 1921 á Bólstað, d. 27. febrúar 2009.
3. Sigurður Ólafsson vélvirki, síðast á Seyðisfirði, f. 14. apríl 1923 á Bakka, d. 27. október 1992.
4. Fífa Guðmunda Ólafsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1925 á Bakka, d. 20. júlí 2009.
5. Guðríður Ólafsdóttir, f. 15. júlí 1927 á Bakka. Hún var fóstruð í Höfðahúsi hjá Jóhanni Björnssyni og Ingibjörgu Þórarinsdóttur. Hún lést 20. maí 1931.

Börn Þórfinnu Finnsdóttur síðari konu Ólafs og systkini Fífu Guðmundu með tengdum voru:
6. Ólafur Gränz húsgagnasmíðameistari, f. 4. mars 1912 í Dal, d. 14. ágúst 1960.
7. Jóhanna Kristín Helgadóttir húsfreyja, f. 9. október 1915 í Fagurhól, d. 7. október 2000.
8. Guðrún Helga Helgadóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1924 á Hjalteyri, d. 29. desember 1997.
9. Jón Ástvaldur Helgason sundlaugarvörður, bifreiðastjóri, f. 7. nóvember 1925 á Hjalteyri, d. 20. apríl 1996.

Fífa missti móður sína, er hún var á fjórða aldursári.
Hún var með föður sínum næstu árin, lærði klæðskeraiðn hjá Stolzenwald í Eyjum um skeið og vann við hana, einnig vann hún verkakvennastörf og fór til lands í sveitarstörf.
Þau Helgi giftu sig 1944 í Eyjum, bjuggu í Jómsborg, fluttust til Reykjavíkur og bjuggu þar, eignuðust tvö börn.
Helgi lést 1975.
Fífa bjó með Ólafi syni sínum um skeið, en fluttist á Grund þar sem hún dvaldi að síðustu. Hún lést 2009.

I. Maður Fífu Guðmundu, (22. júlí 1944), var Helgi Sigfinnur Guðmundsson sjómaður, f. 7. apríl 1919, d. 6. mars 1975. Foreldrar hans voru Guðmundur Halldórsson bóndi og útgerðarmaður í Barðsnesgerði í Norðfirði, f. 25. desember 1892, d. 29. apríl 1976, og kona hans Þórunn Guðbjörg Halldórsdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1894, d. 12. september 1977.
Börn Fífu og Helga:
1. Ólafur Siggeir Helgason, f. 17. mars 1975, ókvæntur.
2. Ásdís Helgadóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 30. júní 1956. Maður hennar er Gunnar Oddur Rósarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.