Þorvaldur Ólafsson (Búastöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þorvaldur Ólafsson.

Þorvaldur Ólafsson frá Bakka við Flatir, vélstjóri, vélvirkjameistari, heildsali, fæddist 5. júní 1921 á Bólstað og lést 27. febrúar 2009 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Ólafur Guðmundsson sjómaður, formaður, gúmílímari, f. 2. júlí 1892 á Krossi í A-Landeyjum, d. 8. október 1953, og fyrsta kona hans Siggerður Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1891 á Mel í Eskifirði, d. 17. mars 1929.
Fósturforeldrar hans voru Pétur Lárusson verslunarmaður, f. 16. desember 1876, d. 18. október 1953, og kona hans Júlíana Guðríður Ingveldur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1886, d. 29. október 1976

Börn Siggerðar og Ólafs voru:
1. Oddur Magnús Ólafsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. janúar 1920 á Bólstað, d. 15. júní 2009.
2. Þorvaldur Ólafsson frá Búastöðum, vélstjóri, vélvirkjameistari, verslunarmaður, heildsali í Reykjavík, f. 5. júní 1921 á Bólstað, d. 27. febrúar 2009.
3. Sigurður Ólafsson vélvirki, síðast á Seyðisfirði, f. 14. apríl 1923 á Bakka, d. 27. október 1992.
4. Fífa Guðmunda Ólafsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1925 á Bakka, d. 20. júlí 2009.
5. Guðríður Ólafsdóttir, f. 15. júlí 1927 á Bakka. Hún var fóstruð í Höfðahúsi hjá Jóhanni Björnssyni og Ingibjörgu Þórarinsdóttur. Hún lést 20. maí 1931.

Börn Þórfinnu Finnsdóttur og systkini Þorvaldar með tengdum voru:
6. Ólafur Gränz húsgagnasmíðameistari, f. 4. mars 1912 í Dal, d. 14. ágúst 1960.
7. Jóhanna Kristín Helgadóttir húsfreyja, f. 9. október 1915 í Fagurhól, d. 7. október 2000.
8. Guðrún Helga Helgadóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1924 á Hjalteyri, d. 29. desember 1997.
9. Jón Ástvaldur Helgason sundlaugarvörður, bifreiðastjóri, f. 7. nóvember 1925 á Hjalteyri, d. 20. apríl 1996.

Þorvaldur missti móður sína, er hann var á áttunda árinu.
Hann fór í fóstur að Vestri-Búastöðum til Júlíönu Sigurðardóttur og Péturs Lárussonar.
Þorvaldur tók hið minna vélstjórapróf í Eyjum 1941 og hið meira í Reykjavík 1949 og var þá einnig rafmagnsnámskeiði hjá Fiskifélaginu.
Hann lauk Iðnskólanum í Reykjavík 1955 og sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Hamri 1956 og hlaut meistararéttindi 1973.
Hann sótti námskeið í vélastillingum hjá Deutz í Köln í Þýskalandi 1965 og hjá Clark Equipment í Strassbourg í Frakklandi 1975.
Hann var vélstjóri og var til sjós til 1951, er hann hóf störf hjá Olíufélaginu hf. Árið 1953 hóf hann störf hjá Hamri hf. og starfaði þar til 1988, bæði við vélvirkjun og skrifstofustörf. Lengi var hann þar í véladeildinni og seldi Deutz dráttarvélar og ýmis önnur landbúnaðartæki og varahluti í þau.
Þegar Þorvaldur hætti í Hamri stofnaði hann Búvélar ásamt Júlíusi Halldórssyni, en dró sig út úr þeim rekstri og hóf innflutning í eigin nafni frá 1989.
Hann var skoðunarmaður reikninga Félags járniðnaðarmanna til margra ára og var sæmdur gullmerki á sjötíu ára afmæli félagsins.
Þau Sigríður giftu sig 1946 og eignuðust fjögur börn.
Þau bjuggu að Hrísateig 19, síðan á Lynghaga 14, þar sem þau bjuggu til ársins 1968. Þá höfðu þau byggt Staðarbakka 36 og flutti fjölskyldan þangað í árslok 1968.
Sigríður lést 1998.
Þorvaldur seldi Staðarbakkann 2004 og flutti í Hæðargarð 33, þar sem hann bjó síðustu æviárin.
Hann lést 2009.

I. Kona Þorvaldar, (21. desember 1946), var Sigríður Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 18. mars 1926, d. 6. febrúar 1998. Foreldrar hennar voru Guðbrandur Jón Tómasson bóndi á Smiðjuhóli og Knarrarnesi, húsmaður á Vogalæk, bóndi í Álftagerðarholti í Mýrasýslu, síðan verkamaður í Borgarnesi, f. 23. júlí 1893, d. 8. maí 1980, og kona hans Sigþrúður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 12. maí 1896, d. 9. desember 1953.
Börn Sigríðar og Þorvaldar:
1. Siggerður Þorvaldsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 5. nóvember 1947. Maður hennar er Baldur S. Baldursson.
2. Guðbrandur Þór Þorvaldson rennismiður, f. 22. mars 1952. Kona hans er Bryndís D. Björgvinsdóttir.
3. Júlíana Petra Þorvaldsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 25. desember 1958. Maður hennar er Guðmundur Már Björvinsson.
4. Atli Þór Þorvaldsson viðskiptafræðingur, f. 28. nóvember 1962. Kona hans er Hafdís Halldórsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.