Guðrún Elísa Þorkelsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Elísa Þorkelsdóttir, rekstrarfræðingur, skrifstofustjóri fæddist 7. september 1968 í Eyjum.
Foreldrar hennar Þorkell Andersen Húnbogason, f. 24. apríl 1946, og kona hans Sigríður Johnsen Hlöðversdóttir, húsfreyja, kennari, skólastjóri, f. 28. júlí 1948.

Barn Sigríðar og Þorkels:
1. Guðrún Elísa Þorkelsdóttir rekstrarfræðingur, skrifstofustjóri, f. 7. september 1968. Fyrrum maður hennar Pétur Þórðarson. Maður hennar Guðni Birgisson.
Börn Sigríðar og Garðars Jónssonar:
2. Ragnar Garðarsson, sérfræðingur í verðbréfamiðlun, f. 29. júní 1979. Kona hans Anna Lilja Björnsdóttir.
3. Ingibjörg Garðarsdóttir, f. 6. febrúar 1985, d. 7. febrúar 1985.

Þau Pétur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Guðni giftu sig, hafa ekki eignast börn.

I. Fyrrum maður Guðrúnar Elísu er Pétur Þórðarson, f. 13. júní 1969. Foreldrar hans Þórður Ingi Sigurðsson, f. 29. janúar 1930, d. 3. ágúst 1998, og Hafrún Eiríksdóttir, f. 29. október 1944, d. 19. júní 2004.
Börn þeirra:
1. Garðar Þór Pétursson, f. 16. mars 1995 í Rvk.
2. Ísak Pétursson, f. 27. nóvember 1998 í Rvk.
3. Hafrún Sigríður Pétursdóttior, f. 23. ágúst 2004 í Rvk.

II. Maður Guðrúnar Elísu er Guðni Birgisson, f. 6. janúar 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.