Sigríður Guðmundsdóttir (Lambhaga)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Guðmundsdóttir frá Efri-Úlfsstaðahjáleigu, nú Sléttuból, í A-Landeyjum fæddist 10. ágúst 1891 og lést 14. október 1916.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Diðriksson bóndi, f. 8. nóvember 1839, drukknaði 25. mars 1893, og bústýra hans Kristín Jónsdóttir, síðar saumakona í Breiðholti og á Mosfelli, f. 24. september 1853, d. 4. júlí 1942.

Sigríður átti fjölda ættingja í Eyjum:
I. Kristín móðir hennar fluttist til Eyja 1909 og bjó í Breiðholti og Mosfelli,, síðar á Stórólfshvoli í Hvolhreppi, Rang.
Börn hennar í Eyjum voru:
1. Jenný Guðmundsdóttir húsfreyja á Mosfelli, móðir Kristins Jónssonar, f. 26. maí 1899, d. 13. júní 1969. Maður hennar var Jón Guðmundsson.
2. Kristín Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 4. mars 1893, d. 23. júlí 1976. Maður hennar var Hallbjörn Halldórsson.
3. Hálfbróðir Guðmundarbarnanna var Guðmundur Guðmundsson verkamaður í Hrísnesi, f. 26. ágúst 1867, d. 24. febrúar 1950. Hann var sonur Sigríðar Árnadóttur bónda í Rimakoti Pálssonar, en Sigríður var fyrri bústýra Guðmundar Diðrikssonar.

II. Föðursystkini Sigríðar í Eyjum voru
1. Þórður Diðriksson mormóni, síðar múrsteinshleðslumaður og trúarleiðtogi í Spanish Fork í Utah, f. 25. mars 1828, d. 9. september 1894. Meðal kvenna hans var Helga Jónsdóttir.
2. Árni Diðriksson bóndi, hreppstjóri og formaður í Stakkagerði f. 18. júlí 1830, d. 28. júní 1903. Kona hans var Ásdís Jónsdóttir.
3. Guðmundur Diðriksson fósturbarn á Vesturhúsum, f. 23. febrúar 1834, d. 25. maí 1848.
4. Magnús vinnumaður í Stakkagerði og í Görðum, f. 1. apríl 1837, d. í mars 1863. Barnsmóðir hans var Þorgerður Gísladóttir.
5. Guðlaugur vinnumaður á Miðhúsum, f. 25. júní 1838, d. 14. febrúar 1860.
6. Hálfbróðir Diðriksbarnanna var Guðmundur Einarsson tómthúsmaður í Sjólyst, f. 31. október 1848, d. 23. ágúst 1882. Hann var sonur Einars Jónssonar síðari manns Sigríðar Árnadóttur húsfreyju á Hólmi í A-Landeyjum, móður Diðriksbarna, síðar í Stakkagerði.

Sigríður fluttist til Eyja 1906, 15 ára. Hún var verkakona í Breiðholti 1910. Þar bjó þá Kristín móðir hennar og systur hennar Jenný, sem síðar bjó á Mosfelli og Kristín verkakona, síðar húsfreyja í Reykjavík.
Þau Arnfinnur eignuðust Þórð 1914 og giftu sig 1915, þá búsett í Lambhaga. Sigríður lést á næsta ári 25 ára.

Maður Sigríðar, (8. maí 1915), var Arnfinnur Antoníusson verkamaður, síðar bóndi á Krossstekk í Mjóafirði eystra, f. 6. október 1883, d. 21. júní 1976. Sigríður var fyrri kona hans. Síðari kona hans var Aldís Guðnadóttir úr Skagafirði, f. 25. janúar 1900, d. 1. apríl 1977.
Barn Sigríðar og Arnfinns var
1. Þórður Arnfinnsson, f. 14. apríl 1914 á Skaftafelli, síðast búsettur í Keflavík, d. 13. desember 1966.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.