Kristín Jónsdóttir (Mosfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Jónsdóttir á Mosfellli.

Kristín Jónsdóttir bústýra í Efri-Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, vinnukona, saumakona fæddist 24. september 1853 á Bakka í A-Landeyjum og lést 4. júlí 1942 á Stórólfshvoli.
Foreldrar hennar voru Jón Oddsson tómthúsmaður, síðan bóndi á Bakka í A-Landeyjum, f. 23. febrúar 1817 á Breiðabólstað á Síðu, d. 2. desember 1894 á Tjörnum u. Eyjafjöllum, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja frá Bakka, f. 25. september 1817, d. 25. janúar 1907 á Víðinesi á Kjalarnesi.

Kristín var með foreldrum sínum á Bakka í æsku og enn 1880, þá með dóttur sína Jennýju með sér. 1890 var hún þar. Þar var einnig Guðmundur Diðriksson vinnumaður og börn þeirra Jenný, Oktavía og Oddný. Guðmundur drukknaði 1893 við Eyjar.
Kristín varð húskona á Bakka og í Efri-Úlfsstaðahjáleigu, en húsfreyja í Nesi hjá Bakka frá 1899 með dóttur sína Oddnýju hjá sér. Kristín dóttir hennar var í fóstri í Tjarnarkoti, Sigríður var tökubarn á Önundarstöðum, Oktavía var vinnukona á Laugarnesspítala 1901, og Jenný var með Jóni á Skækli (Guðnastöðum).
Kristín fluttist að Breiðholti til Jennýjar dóttur sinnar og Jóns Guðmundssonar 1908. Þar var hún 1910, hjú og stundaði saumaskap.
Kristín fluttist með Jennýju að Mosfelli og var þar 1920, var þar lausakona 1927, sjúklingur 1930.
Hún fluttist til Oddnýjar dóttur sinnar að Stórólfshvoli í Hvolhreppi og lést þar 1942.

Sambýlismaður Kristínar var Guðmundur Diðriksson frá Hólmi í A-Landeyjum, bóndi áður í Efri-Úlfsstaðahjáleigu (Sléttubóli) þar, f. 8. nóvember 1839, drukknaði við Eyjar 1893.
Börn þeirra voru:
1. Jenný Guðmundsdóttir húsfreyja á Mosfelli, f. 23. janúar 1879, d. 14. apríl 1985, kona Jóns Guðmundssonar bónda.
2. Oktavía Guðmundsdóttir sjúkrahússstarfsmaður, f. 12. október 1880, d. 17. mars 1905.
3. Oddný Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja á Stórólfshvoli, f. 20. maí 1889, d. 1. desember 1985, kona Helga Jónassonar læknis og alþingismanns.
4. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Lambhaga, f. 10. ágúst 1891, d. 14. október 1916, kona Arnfinns Antoníusarsonar.
5. Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. mars 1893, d. 23. júlí 1976, kona Hallbjörns Halldórssonar prentsmiðjustjóra.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.