Sigríður Þórðardóttir (Árbæ)
Sigríður Þórðardóttir frá Pálsbæ á Stokkseyri, húsfreyja á Brekastíg 7 A fæddist 3. nóvember 1899 í Móhúsum á Stokkseyri og lést 19. júní 1935.
Faðir hennar voru Þórður sjómaður í Pálsbæ á Stokkseyri, f. 21. september 1869 í Ártúnum á Rangárvöllum, d. 9. desember 1908, Magnússon bónda í Ártúnum, f. 10. september 1828, d. 12. apríl 1875, Hermannssonar og konu Magnúsar Sigríðar húsfreyju frá Fíflholtshjáleigu í Landeyjum, f. 9. apríl 1834, d. 6. desember 1875, Þórðardóttur bónda í Fíflholtshjáleigu, f. 2. september 1812, d. 28. febrúar 1843, Guðmundssonar.
Móðir Vilborgar var Ingibjörg sambýliskona Þórðar, f. 27. febrúar 1869 í Lindarbæ í Ásahreppi, d. 6. maí 1938, Jónsdóttir bónda í Vetleifsholti, f. 28. apríl 1842, d. 26. apríl 1898, Jónssonar og sambýliskonu Jóns í Vetleifsholti, Vilborgar Einarsdóttur húsfreyju og yfirsetukonu, f. 26. september 1832, d. 13. ágúst 1890.
Börn Þórðar og Ingibjargar:
1. Vilborg Þórðardóttir verkakona,
ráðskona, f. 26. ágúst 1897, d. 5. janúar 1959.
2. Sigríður Þórðardóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1899, d. 19. júní 1935.
3. Jónína Ágústa Þórðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1902, d. 2. janúar 1992.
Móðursystir Sigríðar var
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1874 í Vetleifsholti, d. 7. september 1911.
Sigríður var með foreldrum sínum á Tjörn, (síðar nefnt Pálsbær) á Stokkseyri 1901. Faðir hennar lést, er hún var níu ára. Hún var með móður sinni í Pálsbæ 1910, giftist Stefáni 1917, var á Nesi í Norðfirði 1918 og fæddi þar Inga Gunnar elsta barn þeirra.
Þau Stefán fluttu til Stokkseyrar og þar fæddist Erlendur 1920. Þau fluttust frá Stokkseyri til Eyja á sama ári, bjuggu í Sjávarborg við Sjómannasund 1921 og enn 1924, í Fagranesi 1925, voru komin í Árbæ, (Brekastíg 7A) 1927, bjuggu þar 1930.
Þau bjuggu í ,,Nýju húsi“ við Brekastíg 37) 1934. Það hús byggðu þau.
Sigríður ól 8 börn, en fjögur þeirra náðu ekki fullorðinsaldri.
Hún lést 1935, rúmum tveim mánuðum eftir barnsfæðingu.
Sigríður lést 1935 og Stefán 1969.
Maður Sigríðar, (17. nóvember 1917), var Stefán Erlendsson sjómaður, vélstjóri frá Skorrastað í Norðfirði, f. 24. júní 1888, d. 29. mars 1969.
Börn þeirra:
1. Ingi Gunnar Stefánsson bóndi, f. 7. ágúst 1918 í Nesi í Norðfirði, d. 4. mars 1950.
2. Gunnar Erlendur Stefánsson netagerðarmaður, f. 20. febrúar 1920 á Stokkseyri.
3. Lilja Stefánsdóttir, f. 17. september 1922 í Sjávarborg, d. 22. september 1922.
4. Þórður Stefánsson sjómaður, vélstjóri, f. 17. júní 1924 í Sjávarborg, d. 4. júní 2007.
5. Magnús Stefánsson sjómaður, f. 9. desember 1925 í Fagranesi, d. 25. ágúst 2001.
6. Fjóla Stefánsdóttir, f. 31. júlí 1930 í Eyjum, d. 11. júlí 1932.
7. Erna Stefánsdóttir, f. 28. ágúst 1931 í Eyjum, d. 4. júlí 1944.
8. Fjóla Stefánsdóttir, f. 5. janúar 1933 á Brekastíg, d. 23. ágúst 1935.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
- Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.