Ritverk Árna Árnasonar/Vigfús Jónsson (formaður)
Kynning.
Vigfús Jónsson formaður og útgerðarmaður í Holti fæddist 14. júní 1872 og lést 26. apríl 1943.
Foreldrar hans voru Jón Vigfússon bóndi og smiður í Túni, áður bóndi að Krókatúni undir Eyjafjöllum, f. 12. september 1836, d. 1908 og síðari kona hans Guðrún Þórðardóttir frá Húsagarði á Landi, f. 11. desember 1839, d. 27. ágúst 1890.
Vigfús Jónsson í Holti var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans (2. júní 1901) var Guðleif Guðmundsdóttir húsfreyja í Holti, f. 11. október 1875, d. 19. ágúst 1922.
Börn Vigfúsar og Guðleifar:
1. Guðrún húsfreyja, f. 27. september 1901, d. 1957. Hún giftist dönskum manni og bjó í Danmörku.
2. Sigríður Dagný húsfreyja, f. 15. september 1903, d. 5. október 1994.
3. Guðmundur skipstjóri og útgerðarmaður, f. 10. febrúar 1906, d. 6. október 1997.
4. Jón vélstjóri og útgerðarmaður, f. 22. júlí 1907, d. 9. september 1999.
5. Þórdís húsfreyja, f. 29. júlí 1912, d. 15. desember 2004.
6. Guðlaugur útgerðarmaður, f. 16. júlí 1916, d. 27. apríl 1989.
7. Axel öryrki, f. 16. október 1918, d. 16. október 2001.
8. Barn, sem dó nokkru eftir fæðingu.
II. Síðari kona (sambýliskona) Vigfúsar var Valgerður Jónsdóttir húsfreyja í Holti, f. 6. apríl 1891, d. 17. nóvember 1969.
Börn Vigfúsar og Valgerðar:
9. Þorvaldur Örn húsgagnasmíðameistari, f. 24. janúar 1929, d. 16. september 2002.
10. Guðleif húsfreyja, f. 13. júlí 1926, d. 27. september 2013.
11. Dóttir Valgerðar: : Þórdís Hansdóttir Erlendsson, f. 1. maí 1915, d. 9. maí 2005.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Vigfús Jónsson var mjög slyngur lundaveiðimaður og bjargmaður prýðisgóður. Við hann eru kenndir veiðistaðir í Suðurey: Efra og Neðra ,,Fúsarof“ og eru þeir staðir mikið í notkun enn í dag. Vigfús byrjaði snemma veiðar og hélt þeim áfram, a.m.k. til 1907-1908 að vélbátarnir koma til sögunnar og hann gerðist formaður.
Hann var mjög aflasæll og afhaldinn í þeirri stöðu sinni, enda talinn með efnaðri mönnum hér.
Fiskimatsmaður var Vigfús í fjölda mörg ár og þótti sérstaklega vandvirkur í þeirri stöðu, sem hann vann í á sumrin og haustin og síðan nær eingöngu, er árin færðust yfir hann, og sonur hans tók við formennsku á bát hans.
1. Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Vigfús Jónsson (formaður)
2. Ítarlega grein má lesa um Vigfús í Bliki 1973: Blik 1973/Vigfús Jónsson frá Túni
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Heimaslóð
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
.