Ritverk Árna Árnasonar/Guðlaugur Jóhann Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðlaugur í Gerði.

Kynning.
Guðlaugur Jóhann Jónsson bóndi í Stóra-Gerði, fæddist 11. nóvember 1866 og lést 25. apríl 1948.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Presthúsum, f. 2. júní 1831, d. 27. september 1907, og kona hans, (1853, skildu), Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 19. ágúst 1831 á Refsstöðum í Landbroti, V-Skaft., d. 27. júlí 1907 í Eyjum.

Guðlaugur var með foreldrum sínum í Presthúsum 1870 og þar voru og bræður hans Jón og Stefán.
Hann fékk ábúð á Gerðisjörðinni 1888.
Við manntal 1901 var Guðlaugur bóndi í Gerði með Margréti húsfreyju og börnunum Stefáni Sigfúsi, Auðbjörgu Maríu, og uppeldisdóttur þeirra Jóhönnu Þuríði Oddsdóttur, 6 ára. Hjá þeim var einnig móðir Guðlaugs, Ingibjörg Stefánsdóttir 70 ára, skilin.
Við manntal 1910 voru hjónin í Gerði með Auðbjörgu Maríu og uppelissoninn Guðjón Tómasson, f. 30. júlí 1897. Þar voru í heimili Stefán sonur þeirra með bústýrunni Sigurfinnu Þórðardóttur og barn þeirra, drengur, f. 22. febrúar 1910 (varð síðar Guðlaugur Martel Stefánsson, d. 13. febrúar 1911).
Við manntal 1920 hefur bæst við barnið Guðmundur Jóelsson. Hann var barn Jóels bróður Margrétar húsfreyju og Þórdísar Guðmundsdóttur frá Vesturhúsum, þá látinnar fyrir 12 árum, (d. 4. júní 1908). Stefán er þá kominn að Litla-Gerði og Ingibjörg er látin, (d. 1907).

Guðlaugur var kunnur búmaður og ræktunarmaður í Gerði, einkum var túnrækt hans mikil fram undir 1920.
Hans er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.

Kona Guðlaugs var Margrét Eyjólfsdóttir húsfreyja, fædd 24. júní 1865, d. 29. febrúar 1936.

Börn Guðlaugs og Margrétar:
1. Stefán Sigfús skipstjóri og útgerðarmaður í Litla-Gerði, f. 6. desember 1888, d. 13. febrúar 1965.
2. Auðbjörg María húsfreyja, f. 23. ágúst 1900, d. 23. júní 1986. Hún var húsfreyja á Hólmum og Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, síðan að Ártúnum á Rangárvöllum, kona Magnúsar Gunnarssonar bónda, f. 13. júlí 1896, d. 13. apríl 1973.

Guðlaugs í Gerði er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Guðlaugur Jóhann Jónsson


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.