Ingi Einarsson (Götu)
Jóhann Ingi Einarsson vélstjóri, pípulagningamaður, leigubílstjóri fæddist 29. febrúar 1940 í Nýborg og lést 17. október 2021 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Einar Runólfsson verkamaður í Götu, f. 14. mars 1892, d. 1. ágúst 1969, og kona hans Sigríður Magnúsína Guðmundsdóttir frá Ey, f. 23. janúar 1906, d. 6. september 1975.
Börn Sigríðar og Einars í Götu voru:
1. Jóhann Ingvi Einarsson, f. 26. febrúar 1925 í Ey, d. 1939. Hann var fóstraður hjá Vilhjálmi Einari Magnússyni frá Presthúsum, ömmubróður sínum, verkamanni í Reykjavík og konu hans Ólöfu Eiríksdóttur.
2. Jónína Einarsdóttir, f. 13. nóvember 1926 í Pétursborg á Fáskrúðsfirði.
3. Guðbjörg Sigfríð Einarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 23. september 1931 í Nýborg, d. 22. október 2013.
4. Rannveig Snót Einarsdóttir, f. 26. janúar 1934 í Steini, d. 15. nóvember 2007.
5. Jóhann Ingi Einarsson, f. 29. febrúar 1940 í Nýborg.
Ingi var með foreldrum sínum í Nýborg við fæðingu og síðan í Götu.
Hann tók minna véstjórapróf í Eyjum 1960, lærði pípulagnir og vann við iðnina, stofnaði Áhaldaleiguna í Vestmannaeyjum. Hann gerðist leigubílstjóri í Eyjum fram að Gosi og síðan í Reykjavík, dvaldi um skeið á Dvalarheimilinu Hamri í Mosfellsbæ með Birnu konu sinni, dvaldi síðast í Hraunbúðum.
Þau Birna giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Fjólugötu 1 í Eyjum, síðar á Hamri í Mosfellsbæ.
Birna lést 2019 og Einar 2021.
Kona Jóhanns Inga, (11. maí 1963), var Birna Valgerður Jóhannesdóttir frá Kirkjulundi, talsímakona í Eyjum, húsfreyja, f. 10. október 1937, d. 22. október 2019.
Börn þeirra:
1. Alda Jóhanna Jóhannsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 10. október 1963. Maður hennar er Óskar Ólafsson.
2. Erna Sigríður Jóhannsdóttir húsfreyja, sálfræðingur í Reykjavík, f. 29. maí 1965. Fyrrum maður hennar er Gunnar Hólm Ragnarsson. Maður hennar Eggert Gottskálksson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 29. október 2021. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Soffía Harðardóttir.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.