Hörður Sigurbjörnsson (Stóru-Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hörður Sigurbjörnsson verkamaður, vitavörður, verkstjóri fæddist 9. maí 1932 í Stykkishólmi og lést 29. júlí 2013.
Foreldrar hans voru Sigurbjörn Kristinn Kristjánsson frá Eiði í Grundarfirði, bjó í Viðvík í Stykkishólmi, sjómaður, f. 2. ágúst 1899, d. 27. desember 1977, og kona hans Soffía Pálsdóttir frá Höskuldsey, húsfreyja, f. 7. júlí 1907, d. 28. ágúst 1995.

Hörður var með foreldrum sínum.
Hann flutti til Eyja.
Þau Rannveig giftu sig 1956, eignuðust  fjögur börn og Rannveig hafði átt eitt barn áður. Þau bjuggu á Stóru-Heiði við  Sólhlíð 19.
Þau Rannveig fluttu til Höskuldseyjar á Breiðafirði 1961, og þar varð Hörður vitavörður. Húsin brunnu og þau fluttust í Stykkishólm og fljótlega til Akraness. Þar voru þau í eitt ár. Þá fluttust þau aftur í Stykkishólm. Þar stjórnaði Hörður m.a.  þangskurði í Breiðafirði.
Rannveig lést 2007 og Hörður 2013.

I.              Kona Harðar, (23. júní 1956), var Rannveig Einarsdóttir frá Götu við Heiðarveg 6, f. 26. janúar 1934, d. 15. nóvember 2007.
Börn þeirra:
1. Soffía Svava Harðardóttir húsfreyja, sjúkraliði, nú í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 8. mars 1955 í Götu.
2. Brynjólfur Gunnar Harðarson verkamaður, f. 12. febrúar 1957 á Heiði.
3. Margrét Ebba Harðardóttir húsfreyja, hóteleigandi og hótelstýra í Vík í Mýrdal, f. 27. október 1960 á Heiði.
5. Kristinn Valur Harðarson kjötiðnaðarmaður, f. 29. maí 1963 á Akranesi.
Barn Rannveigar og Kolbeins Odds Sigurjónssonar:
6. Einar Þór Kolbeinsson rafvirkjameistari, símvirki, tölvutæknir á Húsavík, f. 15. maí 1953 í Götu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.