Brynjólfur Gunnar Harðarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Brynjólfur Gunnar Harðarson verkamaður, bílstjóri fæddist 12. febrúar 1957 á Heiði.
Foreldrar hans voru Hörður Sigurbjörnsson verkamaður, f. 9. maí 1932 í Stykkishólmi, d. 20. júlí 2013, og kona hans Rannveig Snót Einarsdóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1934 í Steini, d. 15. nóvember 2007.

Börn Rannveigar og Harðar:
1. Soffía Svava Harðardóttir húsfreyja, sjúkraliði, nú í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 8. mars 1955 í Götu.
2. Brynjólfur Gunnar Harðarson verkamaður, f. 12. febrúar 1957 á Heiði.
3. Margrét Ebba Harðardóttir húsfreyja, hóteleigandi og hótelstýra í Vík í Mýrdal, f. 27. október 1960 á Heiði.
5. Kristinn Valur Harðarson kjötiðnaðarmaður, f. 29. maí 1963 á Akranesi.
Barn Rannveigar og Kolbeins Odds Sigurjónssonar:
6. Einar Þór Kolbeinsson rafvirkjameistari, símvirki, tölvutæknir á Húsavík, f. 15. maí 1953 í Götu.

Þau Anna giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Natalia giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Margrét hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Brynjólfur býr í Reykjanesbæ.

I. Fyrrum kona Brynjólfs er Anna Kristín Þorfinnsdóttir úr Hfirði, sjúkraliði, f. 15. desember 1961. Foreldrar hennar Þorfinnur Jóhannsson, f. 19. apríl 1930, d. 6. desember 2008, og Ingibjörg Gígja Karlsdóttir, f. 20. október 1935.
Barn þeirra:
1. Ómar Berg Brynjólfsson, f. 24. október 1980.

II. Fyrrum kona Brynjólfs er Natalia Zubritskaya frá Hvíta Rússlandi.
Barn þeirra:
2. Tatiana Snót Brynjólfsdóttir, f. 21. maí 2000.

III. Fyrrum sambúðarkona Brynjólfs er Margrét Hjartardóttir úr Rvk, f. 4. mars 1970. Foreldrar hennar Sigrún Helgadóttir, f. 9. desember 1948, d. 14. ágúst 2013, og Hjörtur Sæmundsson, f. 6. desember 1937.
Börn þeirra:
3. Birgir Örn Brynjólfsson, f. 30. ágúst 2005.
4. Hugrún Lind Brynjólfsdóttir, f. 15. mars 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.