Hugrún Rafnsdóttir
Hugrún Westergren Rafnsdóttir, húsfreyja, bankastarfsmaður í Kópavogi fæddist 29. júní 1954.
Foreldrar hennar voru Rafn Kristjánsson frá Flatey á Skjálfanda, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. maí 1924, d. 4. desember 1972, og kona hans Pálína Sigurðardóttir frá Hruna, húsfreyja, f. 22. október 1929.
Börn Pálínu og Rafns:
1. Kristján Sigurður Rafnsson, f. 9. júlí 1948, d. 3. september 1996. Kona hans var Árný Kristbjörg Árnadóttir.
2. Hugrún Rafnsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Kópavogi, f. 29. júní 1954. Maður hennar er Björn Erik Westergren
3. Vigdís Rafnsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 7. júlí 1958. Maður hennar er Guðni Georgsson, sonur Ásu Valtýsdóttur og Georgs Sigurðssonar.
4. Rafn Rafnsson atvinnurekandi í Danmörku, f. 18. júní 1962. Kona hans er Hólmfríður Helga Helgadóttir.
5. Páll Rafnsson íþróttakennari, f. 16. ágúst 1965. Hann býr á Réunion eyju í Indlandshafi, kvæntur franskri konu.
6. Sigmar Rafnsson, verkamaður, öryrki, f. 6. janúar 1967.
Þau Jón Ásgeir giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Björn Erik giftu sig, og Björn ættleiddi börn hennar. Þau búa í Kópavogi.
I. Fyrrum maður Hugrúnar er Jón Ásgeir Kristjánsson, f. 25. september 1951.
Börn þeirra:
1. Aldís Westergren, f. 16. október 1971, d. 21. mars 2009.
2. Ásgeir Wstergren, f. 30. júní 1974.
II. Maður Hugrúnar er Björn Erik Westergren, rekur auglýsinga- og markaðsstofu, f. 15. ágúst 1949.
Kjörbörn hans, (sjá börn Hugrúnar og Jóns Ágeirs).
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Vigdís.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.