Kristján Sigurður Rafnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristján Sigurður Rafnsson frá Faxastíg 5, sjómaður, stórkaupmaður, sendibílstjóri, flugkennari fæddist þar 9. júlí 1948 og lést 3. september 1996.
Foreldrar hans voru Rafn Kristjánsson frá Flatey á Skjálfanda, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. maí 1924, d. 4. desember 1972, og kona hans Pálína Sigurðardóttir frá Hruna, húsfreyja, f. 22. október 1929.

Börn Pálínu og Rafns:
1. Kristján Sigurður Rafnsson, f. 9. júlí 1948, d. 3. september 1996. Kona hans var Árný Kristbjörg Árnadóttir.
2. Hugrún Rafnsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Kópavogi, f. 29. júní 1954. Maður hennar er Björn Erik Westergren
3. Vigdís Rafnsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 7. júlí 1958. Maður hennar er Guðni Georgsson, sonur Ásu Valtýsdóttur og Georgs Sigurðssonar.
4. Rafn Rafnsson atvinnurekandi í Danmörku, f. 18. júní 1962. Kona hans er Hólmfríður Helga Helgadóttir.
5. Páll Rafnsson íþróttakennari, f. 16. ágúst 1965. Hann býr á Réunion eyju í Indlandshafi, kvæntur franskri konu.
6. Sigmar Rafnsson, f. 6. janúar 1967. Öryrki.

Kristján var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Eyjum og atvinnuflugmannsprófi frá Flugskóla Helga Jónssonar árið 1968. Að námi loknu vann Kristján við flugkennslu og stundaði einnig sjómennsku með föður sínum á Gjafari VE 300. Árin 1972 til 1983 vann Kristján við leirkerasmíði hjá Glit hf. og sinnti jafnframt sölu- og verslunarstörfum fyrir Ó.M. Ásgeirsson og Sund hf. Með þessum störfum gerði hann út sendibíl frá Nýju Sendibílastöðinni í Reykjavík. Árið 1983 hóf Kristján rekstur innflutnings- og heildverslunar, sem hann starfrækti um árabil.
Síðustu ár vann Kristján á eigin vegum að útgáfu upplýsinga- og heimildarits um menningu og félagsstarfsemi í Vestmannaeyjabæ fyrr og nú.
Þau Árný giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eyjum, fluttu til Reykjavíkur 1966.
Kristján Sigurður lést 1996.

I. Kona Kristjáns er Árný Kristbjörg Árnadóttir frá Þórshöfn á Langanesi, húsfreyja, f. 19. júlí 1948.
Börn þeirra:
1. Rafn Kristjánsson bifreiðastjóri, f. 1. október 1966 í Rvk. Kona hans Jóhanna Birgisdóttir, húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 26. febrúar 1968 í Eyjum.
2. Árni Kristjánsson, f. 25. nóvember 1967. Barnsmóðir hans Inga Björg Þórðardóttir. Kona hans Áslaug Líf Stanleysdóttir.
3. Guðmar Kristjánsson, f. 25. nóvember 1968. Kona hans Guðrún I. Blandon.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.