Matthildur Ísleifsdóttir (Miðgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Matthildur Ísleifsdóttir og Páll Oddgeirsson.

Matthildur Ísleifsdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja í Miðgarði fæddist 7. maí 1900 og lést 29. ágúst 1945.
Foreldrar hennar voru Ísleifur Guðnason bóndi, útgerðarmaður og formaður á Kirkjubæ, f. 30. janúar 1862 í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum, d. 1. júní 1916, og kona hans Sigurlaug Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1866 á Fossi á Síðu í V-Skaftaf.sýslu, d. 25. september 1952.

Börn Ísleifs og Sigurlaugar voru:
1. Barn dáið á 1. ári.
2. Regína Matthildur Ísleifsdóttir, f. 16. febrúar 1898, d. 20. nóvember 1918 úr spænsku veikinni.
3. Matthhildur Ísleifsdóttir húsfreyja í Miðgarði, f. 7. maí 1900, d. 29. ágúst 1945. Maður hennar var Páll Oddgeirsson kaupmaður og útgerðarmaður, f. 5. júní 1888, d. 24. júní 1871.
4. Ólafur Ísleifsson formaður, f. 25. mars 1904, d. 17. september 1972. Kona hans var Una Magnúsína Helgadóttir frá Steinum, f. 16. júní 1901, d. 28. ágúst 1990.
Fósturbarn þeirra var
5. Guðríður Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Hábæ, kona Stefáns Vilhjálmssonar, f. 12. maí 1893, d. 24. júní 1984. Hún var dóttir Guðmundar Jessonar og Kristínar Ólafsdóttur frá Litlakoti.

Matthildur var með foreldrum sínum í æsku. Faðir hennar lést 1916 og næstu 2-3 ár var hún með ekkjunni móður sinni, sem bjó áfram á Kirkjubæ. Hún giftist Páli 1920 og bjó í Miðgarði á því ári, en það hús byggði Sigurlaug móðir hennar 1919.
Í Miðgarði bjó hún meðan henni entist líf nema í tvö ár, er Páll gegndi störfum í Reykjavík 1926-1928. Þau Páll eignuðust 4 börn.
Matthildur lést 1945.

I. Maður Matthildar, (17. janúar 1920), var Páll Oddgeirsson bóndi, kaupmaður, útgerðarmaður frá Ofanleiti, f. 5. júní 1888 í Kálfholti í Holtum, Rang., d. 24. júní 1971.
Börn þeirra:
1. Richard Pálsson framkvæmdastjóri, f. 27. september 1920 í Miðgarði, d. 4. mars 1994.
2. Ísleifur Annas Pálsson skrifstofustjóri, forstjóri, f. 27. febrúar 1922 í Miðgarði, d. 14. desember 1996. Kona hans var Ágústa Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1922 í Fagurlyst, d. 31. mars 2013.
3. Oddgeir Pálsson skrifstofumaður í Reykjavík, síðar fasteignasali í Los Angeles, f. 22. desember 1923 í Miðgarði.
4. Anna Regína Pálsdóttir húsfreyja, baðvörður, f. 16. maí 1928 í Reykjavík. Maður hennar var Sveinbjörn Hermann Þorbjarnarson loftskeytamaður, f. 4. apríl 1929 á Akureyri, d. 30. september 1979.
5. Bergljót Pálsdóttir húsfreyja, verslunarstjóri, skrifstofumaður á Akureyri, f. 19. janúar 1933 í Miðgarði. Maður hennar var Tryggvi Georgsson múrarameistari, f. 17. febrúar 1932 á Akureyri, d. 2. nóvember 2010.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.