Richard Pálsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Richard Pálsson.

Richard Pálsson frá Miðgarði, framkvæmdastjóri fæddist. 27. september 1920 í Miðgarði og lést 4. mars 1994.
Foreldrar hans voru Páll Oddgeirsson kaupmaður, útgerðarmaður frá Ofanleiti, f. 5. júní 1888 í Kálfholti í Holtum, Rang., d. 24. júní 1971, og kona hans Matthildur Ísleifsdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 7. maí 1900, d. 29. ágúst 1945.

Börn Matthildar og Páls:
1. Richard Pálsson framkvæmdastjóri, f. 27. september 1920 í Miðgarði, d. 4. mars 1994.
2. Ísleifur Annas Pálsson skrifstofustjóri, forstjóri, f. 27. febrúar 1922 í Miðgarði, d. 14. desember 1996. Kona hans var Ágústa Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1922 í Fagurlyst, d. 31. mars 2013.
3. Oddgeir Pálsson skrifstofumaður í Reykjavík, síðar fasteignasali í Los Angeles, f. 22. desember 1923 í Miðgarði.
4. Anna Regína Pálsdóttir húsfreyja, baðvörður, f. 16. maí 1928 í Reykjavík. Maður hennar var Sveinbjörn Hermann Þorbjarnarson loftskeytamaður, f. 4. apríl 1929 á Akureyri, d. 30. september 1979.
5. Bergljót Pálsdóttir húsfreyja, verslunarstjóri, skrifstofumaður á Akureyri, f. 19. janúar 1933 í Miðgarði. Maður hennar var Tryggvi Georgsson múrarameistari, f. 17. febrúar 1932 á Akureyri, d. 2. nóvember 2010.
Hálfbróðir systkinanna er
6. Rúdólf Skaftason Pálsson viðskiptafræðingur, f. 7. október 1931, búsettur í Reykjavík.

Richard ólst upp með foreldrum sínum. Hann nam við Verslunarskóla Íslands og lauk verslunarprófi 1940.
Hann vann um skeið við bókhaldsstörf og skrifstofustjórnun í Eyjum.
Richard hafði meðfram skóla stundað sjó frá Eyjum og síðar vann hann á togurum.
Árið 1955 dvaldist Richard nokkra mánuði í Meistaravík á Grænlandi við gerð mannvirkja í tengslum við námugröft þar um slóðir.
Af verslunar- og skrifstofustörfum Richards má telja störf á skrifstofu elliheimilisins Grundar, á endurskoðunarskrifstofu N. Manscher, hjá Heildverslun Ásbjörns Ólafssonar og hjá Pósti og síma.
Síðustu starfsár sín rak Richard eigið fyrirtæki, Útvegsþjónustuna hf., sem hann stofnaði með tveim öðrum til að hafa með höndum bókhald og skyld störf fyrir sjávarútvegsfyrirtæki.
Richard var ókvæntur og barnlaus.
Hann lést 1994.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Morgunblaðið 13. mars 1994. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.