Bergljót Pálsdóttir (Miðgarði)
Bergljót Pálsdóttir frá Miðgarði, húsfreyja, verslunarstjóri, skrifstofukona á Akureyri fæddist 19. janúar 1933 í Miðgarði og lést 28. nóvember 2017.
Foreldrar hennar voru Páll Oddgeirsson kaupmaður, útgerðarmaður frá Ofanleiti, f. 5. júní 1888 í Kálfholti í Holtum, Rang., d. 24. júní 1971, og kona hans Matthildur Ísleifsdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 7. maí 1900, d. 29. ágúst 1945.
Börn Matthildar og Páls:
1. Richard Pálsson framkvæmdastjóri, f. 27. september 1920 í Miðgarði, d. 4. mars 1994.
2. Ísleifur Annas Pálsson skrifstofustjóri, forstjóri, f. 27. febrúar 1922 í Miðgarði, d. 14. desember 1996. Kona hans var Ágústa Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1922 í Fagurlyst, d. 31. mars 2013.
3. Oddgeir Pálsson skrifstofumaður í Reykjavík, síðar fasteignasali í Los Angeles, f. 22. desember 1923 í Miðgarði.
4. Anna Regína Pálsdóttir húsfreyja, baðvörður, f. 16. maí 1928 í Reykjavík. Maður hennar var Sveinbjörn Hermann Þorbjarnarson loftskeytamaður, f. 4. apríl 1929 á Akureyri, d. 30. september 1979 í London.
5. Bergljót Pálsdóttir húsfreyja, verslunarstjóri, skrifstofumaður á
Akureyri, f. 19. janúar 1933 í Miðgarði, d. 28. nóvember 2017. Maður hennar var Tryggvi Georgsson múrarameistari, f. 17. febrúar 1932 á Akureyri, d. 2. nóvember 2010.
Hálfbróðir systkinanna er
6. Rúdólf Pálsson viðskiptafræðingur, f. 7. október 1931, búsettur í Reykjavík.
Bergljót ólst upp með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er hún var 12 ára. Hún lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum 1950, fluttist til Reykjavíkur og síðan til Akureyrar þar sem hún bjó síðan.
Bergljót giftist Tryggva 1953 og eignaðist með honum 3 börn. Hann lést 2010 og Bergljót 2017.
Maður hennar, (26. september 1953), var Tryggvi Georgsson múrarameistari, f. 17. febrúar 1932 á Akureyri, d. 2. nóvember 2010. Foreldrar hans voru Svanhildur Bergþóra Guðmundsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 17. september 1907, d. 27. júlí 1981, og maður hennar Charles Georg Karlsson verkamaður, f. 26. maí 1909, d. 24. nóvember 1981.
Börn þeirra:
1. Páll Tryggvason læknir, sérfræðingur í barna- og unglingageðlækningum á Akureyri, f. 29. júlí 1953 á Akureyri. Kona hans er Herdís Zophoníasdóttir húsfreyja, kennari, f. 9. apríl 1948 í Reykjavík.
2. Georg Ólafur Tryggvason flugumferðarstjóri í Reykjavík og síðan á Akureyri, f. 19. nóvember 1955 á Akureyri. Kona hans er Unnur Pétursdóttir húsfreyja, yfirsjúkraþjálfari, formaður Félags sjúkraþjálfara, f. 12. maí 1966.
3. Anna Margrét Tryggvadóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, forstöðuhjúkrunarfræðingur á skurðdeild Akureyrarspítala, f. 30. júlí 1970 á Akureyri. Maður hennar er Valdimar Valdimarsson viðskiptafræðingur, starfsmaður Samskipa á Akureyri, f. 19. febrúar 1969.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bergljót Pálsdóttir.
- Íslendingabók.is
- Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.