Magnea Jónsdóttir (Sólbakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnea Jónsdóttir frá Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) í A-Landeyjum, húsfreyja á Sólbakka fæddist 29. mars 1911 og lést 31. desember 1992.
Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson bóndi, síðar í Eyjum, f. 18. október 1878 í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, d. 24. júlí 1953, og kona hans Valgerður Gestsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 17. september 1870, d. 20. janúar 1955.

Börn Valgerðar og Jóns í Eyjum voru:
1. Marta Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1905, d. 27. ágúst 1957. Maður hennar var Guðjón Jónsson vélstjóri.
2. Magnea Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. mars 1911, d. 31. desember 1991. Maður hennar Hans Pétur Andersen vélstjóri, útgerðarmaður.

Magnea var með foreldrum sínum í æsku, fluttist til Eyja 1936.
Þau Pétur giftu sig, eignuðust þrjú börn, en eitt þeirra lést á þriðja mánuði aldurs síns. Þau bjuggu á Sólbakka.
Pétur lést 1955.
Magnea flutti til Reykjavíkur, bjó síðast á Gunnarsbraut 26.
Hún lést 1992.

I. Maður Magneu var Pétur Andersen vélstjóri, útgerðarmaður, f. 30. mars 1887 í Fredrikssund í Danmörku, d. 6. apríl 1955.
Börn þeirra:
1. Jóhann Júlíus Andersen, síðar á Seltjarnarnesi, f. 14. nóvember 1938 á Sólbakka.
2. Drengur, f. 1. mars 1942 á Sólbakka, d. 21. maí 1942.
3. Valgerður Andersen húsfreyja, matsveinn, f. 9. desember 1944 á Sólbakka, d. 3. júlí 2013.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.