Valgerður Gestsdóttir (Uppsölum-vestri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Guðmundsson og Valgerður Gestsdóttir.

Valgerður Gestsdóttir frá Króki (Efri-Fljótum) í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja í Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) í A.-Landeyjum, síðar í Eyjum fæddist 17. september 1870 í Króki í Meðallandi, V.-Skaft. og lést 20. janúar 1955.
Foreldrar hennar voru Gestur Þorsteinsson húsmaður, f. 9. janúar 1944 í Króki, d. 11. apríl 1972 að Sólheimum í Mýrdal, og kona hans Guðríður Pétursdóttir húskona, síðar húsfreyja í Búðarhóls-Norðurhjáleigu (Lækjarhvammi) í A.-Landeyjum, f. 2. ágúst 1844 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, d. 6. desember 1903.

Valgerður var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hennar lést 1872. Hún var með móður sinni á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 1874-1875, fór að Rauðafelli u. Eyjafjöllum, var tökubarn á Bergþórshvoli í V.-Landeyjum 1880, en móðir hennar var þar vinnukona. Hún var hjá móður sinni og Magnúsi Magnússyni síðari manni hennar í Búðarhóls-Norðurhjáleigu 1890.
Þau Jón giftu sig 1899, eignuðust átta börn og ólu upp eitt fósturbarn, en misstu fjögur barna sinna á ungum aldri. Þau bjuggu í Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) 1901-1931 og 1932-1940.
Þau fluttu til Eyja 1941, bjuggu á Uppsölum-vestri við Vestmannabraut 51b.
Jón lést 1953 og Valgerður 1955.

Maður Valgerðar, (6. júlí 1899), var Jón Guðmundsson bóndi, hreppsnefndarmaður, f. 18. október 1878 í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, d. 24. júlí 1953.
Börn þeirra:
1. Guðríður Jónsdóttir, f. 15. desember 1899, d. 27. janúar 1904.
2. Jónína Guðmunda Jónsdóttir húsfreyja á Guðnastöðum, f. 5. júní 1902, d. 16. júní 1969.
3. Marta Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1905, d. 27. ágúst 1957.
4. Gestrós Jónsdóttir, f. 6. febrúar 1907, d. 2. desember 1907.
5. Gestur Jónsson verkamaður í Reykjavík, f. 16. apríl 1908, d. 1. febrúar 1999.
6. Helga Jónsdóttir, f. 2. desember 1909, d. 6. janúar 1910.
7. Magnea Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. mars 1911, d. 31. desember 1992.
8. Ingólfur Jónsson, f. 2. nóvember 1915, d. 10. júní 1917.
Fóstursonur hjónanna var
9. Sigurður Júlíusson vörubílstjóri í Reykjavík, f. 4. desember 1917, d. 14. febrúar 1984.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.