Margrét Pétursdóttir (Varmadal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Margrét Pétursdóttir.

Margrét Pétursdóttir húsfreyja í Varmadal, fæddist 3. maí 1911 í Vallanesi á Héraði og lést 24. ágúst 2002.
Faðir hennar var Pétur vinnumaður á Útnyrðingsstöðum í Vallanessókn 1890, sama þar 1901, hjú í Vallanesi þar 1910, síðar í Neskaupstað, f. 23. nóvember 1874, d. 19. mars 1937, Pétursson bónda á Gíslastöðum í Vallanessókn, f. 1833, d. 26. nóvember 1887, Ólasonar bónda á Útnyrðingsstöðum á Héraði, f. 3. febrúar 1807, d. 26. desember 1866, Ísleifssonar, og fyrri konu Óla, Guðnýjar húsfreyju frá Víkingsstöðum þar, f. 1798, d. 23. ágúst 1843, Pétursdóttur.
Móðir Péturs og kona Péturs á Gíslastöðum var Sigurbjörg húsfreyja, f. 1838, Jónsdóttir bónda og smiðs á Arnhólsstöðum í Skriðdal, f. 18. desember 1794, d. 28. desember 1872, Finnbogasonar, og konu Jóns Finnbogasonar, Kristínar húsfreyju, f. 9. október 1797, d. 1. apríl 1861, Ísleifsdóttur.

Móðir Margrétar og kona Péturs var Una Stefanía, hjú á Útnyrðingsstöðum 1901, hjú í Vallanesi 1910, f. 25. janúar 1882, d. 17. nóvember 1950, Stefánsdóttir á Norðfirði, f. 1863, d. 30. nóvember 1881, drukknaði í Norðfjarðarflóa, Ormarssonar bónda í Blöndugerði í Hróarstungu og síðar á Norðfirði, f. 1834, Guðmundssonar, og konu Ormars, Ragnheiðar húsfreyju, f. 1829, Bjarnadóttur.
Móðir Unu Stefaníu, heitkona og barnsmóðir Stefáns Ormarssonar, var Jónína Sigríður, síðar húsfreyja í Mjóafirði, kona Sveinbjörns Hallgrímssonar, fædd 18. febrúar 1857 á Fossvöllum í Jökulsárhlíð, Jónsdóttir „yngri“, þá vinnuhjú á Fossvöllum, fæddur 1822, d. 22. janúar 1857, Sigurðssonar bónda í Kambshjáleigu í Álftafirði, (Ásunnarstaðaætt í Breiðdal), Jónssonar, og konu Jóns „yngri“, Guðnýjar, þá vinnuhjú á Fossvöllum, frá Hóli á Langanesi, f. 1823, Pétursdóttur.

Jónína Sigríður Jónsdóttir amma Margrétar Pétursdóttur giftist síðar Sveinbirni Hallgrímssyni og bjuggu þau í Mjóafirði eystra. Sveinbjörn varð úti á leið frá Seyðisfirði 1899.
Meðal barna þeirra var Katrín Sigurlín húsfreyja á Geithálsi, f. 20. apríl 1895, kona Hjartar Einarssonar Sveinssonar bónda í Þorlaugargerði. Einnig var sonur þeirra Guðjón Sveinbjörnsson sjómaður, sem fórst með m.b. Ceres VE 151 2. mars 1920 í Álnum.

Systir Margrétar var María Eirikka Pétursdóttir, f. 9. nóvember 1923, d. 4. október 2012.

Margrét Pétursdóttir var tvígift:
I. Fyrri maður hennar (26. september 1942) var Valdimar Sveinsson sjómaður í Varmadal, f. 18. júní 1905, d. 27. janúar 1947.
Börn þeirra Valdimars:
1. Andvana drengur, f. 1932.
2. Sveinn Valdimarsson, f. 11. ágúst 1934, kvæntur Arnlaugu Láru Þorgeirsdóttur, f. 10. ágúst 1932.
3. Andvana drengur, f. 23. nóvember 1936 í Varmadal.
4. Esther Valdimarsdóttir, f. 10. desember 1938, gift Guðna Grímssyni, f. 13. nóvember 1834.
5. Stefán Pétur Valdimarsson, f. 20. júní 1942, d. 19. desember 2004, kvæntur Önnu Aðalbjörgu Sigfúsdóttur, f. 27. október 1945, d. 21. febrúar 2005.
6. Sigríður Valdimarsdóttir, f. 31. janúar 1945, gift Sveini Óskari Ólafssyni, f. 7. febrúar 1944.
7. Árnór Páll Valdimarsson, f. 30. júní 1946, kvæntur Svanhildi Eiríksdóttur, f. 14. maí 1947.

II. Síðari maður Margrétar (1959) var Þorgeir Jóelsson á Sælundi, f. 15. júní 1903, d. 13. febrúar 1984.
Dætur Þorgeirs og stjúpdætur Margrétar:
8. Arnlaug Lára Þorgeirsdóttur, f. 10. ágúst 1932. (Sjá ofar).
9. Þorgerður Sigríður Þorgeirsdóttir, fædd 14. ágúst 1943.

Margrét fæddist af vinnuhjúum, sem höfðu ekki tök á því að hafa hana hjá sér fyrstu 9 árin, en tóku hana þá til sín, er þau bjuggu í Neskaupstað. Þar ólst hún upp fram á unglingsár. Leitaði hún þá til Reykjavíkur og vann þar vinnukonustörf. Árið 1934 fluttist hún til Eyja, er hún hafði trúlofaðist Valdimar. Bjuggu þau fljótlega í Varmadal og þar varð framtíðarheimili hennar.
Eftir lát Valdimars vann hún m.a. við fiskverkun og var um nokkurra ára skeið matsveinn á síldveiðiskipum.
Þau Þorgeir bjuggu að Nýjabæjarbraut 9 1972. Eftir gos bjó hún í Garðinum, en fluttist aftur til Eyja 1981, þar sem hún eyddi síðustu árunum í íbúðum aldraðra og í Hraunbúðum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.