Þorgerður Þorgeirsdóttir (Sælundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þorgerður Sigríður Þorgeirsdóttir.

Þorgerður Sigríður Þorgeirsdóttir (Gerða) frá Sælundi við Vesturveg 2, húsfreyja fæddist þar 14. ágúst 1943 og lést 15. febrúar 2023 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Þorgeir Jóelsson skipstjóri, f. 15. júní 1903 á Vesturhúsum, d. 13. febrúar 1984, og fyrri kona hans Guðfinna Lárusdóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1897 í Álftagróf í Mýrdal, d. 30. nóvember 1956.

Börn Guðfinnu og Þorgeirs:
1. Arnlaug Lára Þorgeirsdóttir, f. 10. ágúst 1932, d. 2. október 2015.
2. Þorgerður Sigríður Þorgeirsdóttir, f. 14. ágúst 1943, d. 15. febrúar 2023.

Þorgerður var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Þorgerður var á 14. árinu.
Hún vann afgreiðslustörf í bókabúð og í verslun Sigurbjargar Ólafsdóttur. Síðast vann hún á Landspítalanum í Kópavogi.
Þorgerður var félagi í Kvenfélaginu Heimaey og Kvenfélagi Kópavogs.
Þau Kjartan giftu sig 1964, eignuðust fjögur börn, en misstu fyrsta barn sitt á fyrsta ári þess. Þau bjuggu í Hvíld við Faxastíg 14 við fæðingu Guðfinnu, fluttu í Kópavog 1964, bjuggu við Hlíðarveg og síðan á Urðarbraut 3 þar.
Þorgerður lést 2003.

I. Maður Þorgerðar, (1. desember 1964), er Guðlaugur Kjartan Friðgeirsson bifvélavirkjameistari, f. 1. desember 1942 á Skjaldbreið.
Börn þeirra:
1. Guðfinna Kjartansdóttir, f. 18. nóvember 1961, d. 27. ágúst 1962.
2. Þorgeir Kjartansson bifvélavirki, f. 7. apríl 1966. Kona hans Áslaug Alexandersdóttir.
3. Dagmar Kjartansdóttir kennari, f. 6. júlí 1968. Maður hennar Gísli Helgason.
4. Kjartan Kjartansson húsasmiður, f. 5. mars 1978. Sambúðarkona hans Margrét Ósk Vilbergsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.