Sigríður Valdimarsdóttir (Varmadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sveinn Óskar Ólafsson og Sigríður Valdimarsdóttir.

Sigríður Valdimarsdóttir frá Varmadal við Skólaveg 24. húsfreyja fæddist 31. janúar 1945.
Foreldrar hennar voru Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1911 í Vallanesi á Héraði, d. 24. ágúst 2002, og maður hennar Valdimar Sveinsson frá Varmadal, sjómaður, f. 18. júní 1905 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 27. janúar 1947.

Börn Valdimars og Margrétar:
1. Sveinn Valdimarsson, f. 11. ágúst 1934, kvæntur Arnlaugu Láru Þorgeirsdóttur, f. 10. ágúst 1932.
2. Andvana drengur, f. 23. nóvember 1936 í Varmadal.
3. Esther Valdimarsdóttir, f. 10. desember 1938, gift Guðna Grímssyni, f. 13. nóvember 1834.
4. Stefán Pétur Valdimarsson, f. 20. júní 1942, d. 19. desember 2004, kvæntur Önnu Aðalbjörgu Sigfúsdóttur, f. 27. október 1945, d. 21. febrúar 2005.
5. Sigríður Valdimarsdóttir, f. 31. janúar 1945, gift Sveini Óskari Ólafssyni, f. 7. febrúar 1944.
6. Arnór Páll Valdimarsson, f. 30. júní 1946, kvæntur Svanhildi Eiríksdóttur, f. 14. maí 1947.
7. Drengur, sem dó 1932.

Þau Óskar giftu sig 1966, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Bjóluhjáleigu í Djúpárhreppi, Rang.

I. Maður Sigríðar, (22. janúar 1966), er Sveinn Óskar Ólafsson bóndi í Bjóluhjáleigu, f. 7. febrúar 1944 í Vesturholtum í Djúpárhreppi. Foreldrar hans Ólafur Guðjónsson bóndi, f. 5. apríl 1918, d. 5. júlí 1998, og kona hans Anna Guðmunda Markúsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1913, d. 11. maí 2001.
Börn þeirra:
1. Ólafur Geir Óskarsson, sjómaður á Akranesi, f. 29. febrúar 1964. Fyrrum kona hans Elín Bragadóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Ólöf Ásta Karlsdóttir. Kona hans Bergþóra Björk Karlsdóttir.
2. Valdimar Óskarsson, sjómaður, bóndi í Bóluhjáleigu, f. 1. mars 1967. Kona hans Ólína Jónsdóttir.
3. Markús Óskarsson, pípulagningamaður í Rvk, f. 19. nóvember 1973. Fyrrum sambúðarkona Auður Hlín Ólafsdóttir. Sambúðarkona Dýrfinna Björk Ólafsdóttir.
4. Sigurður Óskar Óskarsson, aðstoðarverkstjóri í Bóluhjáleigu, f. 14. janúar 1980.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.