Halldóra Halldórsdóttir (Skálum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldóra Súsanna Halldórsdóttir.

Halldóra Súsanna Halldórsdóttir frá Skálum á Langanesi, húsfreyja fæddist 6. janúar 1913 í Hátúni á Húsavík og lést 15. maí 2003.
Foreldrar hennar voru Halldór Jóhannsson á Akureyri, f. 22. febrúar 1879 á Þorsteinsstöðum í S.-Þing., d. 17. júní 1948, og Hólmfríður Sigurgeirsdóttir, þá ekkja, síðar húsfreyja á Læknesstöðum, f. 9. október 1880 á Þverá í Öxarfjarðarhreppi í N.-Þing., d. 4. desember 1967.
Stjúpfaðir Halldóru var Sigurður Jónsson bóndi á Læknesstöðum 1920, f. 5. janúar 1862.

Halldóra var með móður sinni og Sigurði Jónssyni manni hennar á Læknesstöðum á Langanesi 1920, á Skálum 1922-1930, er hún flutti til Eyja.
Þau Magnús Hlíðdal giftu sig 1932, bjuggu á Auðsstöðum við Brekastíg 15B 1930, eignuðust tíu börn og eitt kjörbarn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau bjuggu um skeið á Skálum, um árabil á Þórshöfn á Langanesi, síðar á Sveinsstöðum í Mosfellssveit, í Reynihvammi 27 í Kópavogi og síðast á Hlaðhömrum 2 í Mosfellsbæ.
Magnús lést 1995 og Halldóra 2003.

I. Maður Halldóru, (7. apríl 1932), var Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon frá Langa-Hvammi, sjómaður, vélstjóri, f. 11. júlí 1910, d. 13. maí 1995.
Börn þeirra:
1. Baldur Magnússon, f. 3. febrúar 1932, d. 5. júní 1967. Kona hans Lára Haraldsdóttir, látin.
2. Stúlka, f. 1933, d. 1933.
3. Stefanía Arnfríður Magnúsdóttir, f. 8. október 1934. Maður hennar Einar Bachmann.
4. Sveinn Magnússon, f. 17. apríl 1936, d. 22. júní 2019. Kona hans Gunnhildur Valtýsdóttir.
5. Anna Margrét Hlíðdal Magnúsdóttir, f. 12. nóvember 1939. Sambúðarmaður hennar Trausti Pétursson.
6. Hólmfríður Hlíðdal Magnúsdóttir, f. 18. ágúst 1941. Maður hennar Júlíus Sigmarsson.
7. Þórarinn Magnússon, f. 12. júlí 1943. Kona hans Júlíana Grímsdóttir.
8. Sigríður Magnúsdóttir, f. 19. október 1946. Maður hennar Róbert Lauritsen.
9. Jóhanna Súsanna Hlíðdal Magnúsdóttir, f. 24. janúar 1949. Maður hennar Sævar Guðmundsson.
10. Magnús Hlíðdal Magnússon, f. 15. október 1950. Kona hans Ólöf Oddgeirsdóttir.
Kjörsonur hjónanna, sonur Önnu Margrétar dóttur þeirra er
11. Svanur Hlíðdal Magnússon, f. 25. ágúst 1958. Kona hans Sveinbjörg Davíðsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.