Lovísa Gísladóttir (Búastöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Lovísa Gísladóttir frá Eystri Búastöðum, húsfreyja fæddist þar 18. júní 1895 og lést 30. mars 1979.
Foreldrar hennar voru Gísli Eyjólfsson frá Kirkjubæ, bóndi, bátsformaður, f. 17. apríl 1867, d. 6. mars 1914, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir frá Berjanesi í Landeyjum, húsfreyja, f. 12. júlí 1865, d. 24. september 1936.

Börn Guðrúnar og Gísla:
1 Lovísa Gísladóttir, f. 18. júní 1895, d. 30. mars 1979.
2. Eyjólfur Gíslason f. 22. maí 1897, d. 7. júní 1995.
3. Jórunn, f. 13. júlí 1899, d. 29. október 1916.
4. Magnús, f. 1904, d. 1904.
5. Margrét Magnúsína, f. 1906, d. 1906.

Lovísa var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Bryngeir giftu sig 1925, eignuðust sjö börn, en misstu tvö þeirra ung, annað á áttunda árinu, hitt á öðrum mánuði aldurs síns. Þau bjuggu í fyrstu á Búrfelli við Hásteinsveg 12, en voru komin á Eystri Búastaði 1928.
Bryngeir lést 1939.
Lovísa bjó með börnum sínum á Búastöðum, síðast með Jóni og fjölskyldu 1972. Þau fluttu úr Eyjum. Lovísa var síðast hjá Jóni og Hrafnhildi í Hafnarfirði. Hún lést 1979.

I. Maður Lovísu, (13. júní 1925), var Bryngeir Torfason frá Söndu (áður Torfabær) á Stokkseyri, sjómaður, skipstjóri, f. 26. september 1895, d. 9. maí 1939.
Börn þeirra:
1. Jóhann Bryngeirsson, f. 6. september 1924, d. 8. apríl 1932.
2. Ingibjörg Bryngeirsdóttir, f. 6. október 1925, d. 1. júní 2002.
3. Torfi Nikulás Bryngeirsson, f. 11. nóvember 1926, d. 16. júlí 1995.
4. Gísli Bryngeirsson, f. 13. maí 1928, d. 10. júní 2014.
5. Bryngerður Bryngeirsdóttir, f. 3. júní 1929, d. 2. nóvember 2019.
6. Jón Bryngeirsson, f. 9. júlí 1930, d.7. ágúst 2000.
7. Óskírður, f. 11. apríl 1934, d. 17. maí 1934.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.