Lárus Ólafsson (Arnardrangi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Lárus Guðmundur Óskar Ólafsson frá Arnardrangi, lyfjafræðingur og lyfsali fæddist 22. október 1911 á Eiðum í Eiðaþinghá í S-Múl. og lést 10. apríl 1987.
Foreldrar hans voru Ólafur Ó. Lárusson læknir, f. 1. september 1884 á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, Gull., d. 6. júní 1952 í Eyjum, og kona hans Sylvía Níelsína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1883 á Háeyri á Eyrarbakka, d. 22. október 1957.

Börn Sylvíu og Ólafs:
1. Jóhanna Gunnhildur Ólafsdóttir saumakona, f. 24. mars 1907 í Reykjavík, d. 31. júlí 1966. Barnsfaðir hennar Sveinn Benediktsson.
2. Magnús Óskar Ólafsson stórkaupmaður í Reykjavík, f. 29. apríl 1908 í Reykjavík, d. 3. september 1968. Kona hans Guðrún Ólafía Karlsdóttir.
3. Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. október 1909 í Reykjavík, d. 13. ágúst 1985. Maður hennar Örn Hauksteinn Matthíasson.
4. Lárus Guðmundur Óskar Ólafsson lyfjafræðingur og apótekari á Selfossi, f. 22. október 1911 á Eiðum í Eiðaþinghá, d. 10. apríl 1987. Kona hans, (skildu), Ásdís Lárusdóttir.
5. Sigurður Óskar Ólafsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 2. júní 1913 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 16. nóvember 1955. Fyrrum kona hans Einarína Pálína Árnadóttir. Kona hans Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir.
6. Guðmundur Óskar Ólafsson bókari í Reykjavík, f. 14. júní 1914 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 18. mars 1981. Kona hans Olga Hallgrímsdóttir.
7. Jakob Óskar Ólafsson skrifstofustjóri í Eyjum, síðar í Reykjavík, f. 18. ágúst 1915 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 18. febrúar 1992. Kona hans Jóhanna María Bjarnasen.
8. Axel Óskar Ólafsson héraðsdómslögmaður, innheimtustjóri í Reykjavík, f. 21. janúar 1917 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 8. ágúst 1980. Kona hans Þorbjörg Andrésdóttir.
9. Sigríður Sólveig Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík og Stykkishólmi, f. 7. apríl 1918 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 14. desember 1945. Maður hennar Kjartan Jónsson.
10. Halldór Óskar Ólafsson loftsiglingafræðingur, flugleiðsögumaður í Reykjavík, f. 19. nóvember 1923 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl. Kona hans Helena Svanhvít Sigurðardóttir.

Lárus var með foreldrum sínum í æsku, á Eiðum, Brekku í Fljótsdal og fluttist með þeim til Eyja 1925.
Hann varð gagnfræðingur á Akureyri 1930, stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1933, lauk kandídatsprófi í lyfjafræði í Philadelphia College of Pharmacy and Science í Bandaríkjunum 1946.
Lárus var lyfjafræðingur í ýmsum apótekum , aðallega í Reykjavík, vann í Lövens Kemiske Fabrik í eitt ár 1939. Hann var lyfjafræðingur í Þórshöfn í Færeyjum 1943.
Lárus stofnaði Selfoss Apótek fyrir Kaupfélag Árnesinga 1950 og stjórnaði því til 1952. Hann stundaði lyfjafræði- og verslunarstörf. Þau Ásdís giftur sig 1951, eignuðust þrjú börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau Ásdís skildu eftir 13 ára sambúð.
Lárus lést 1987.

I. Kona Lárusar, (22. október 1951), var Ásdís Lárusdóttir húsfreyja, síðar símavörður á Kleppsspítala, f. 4. júlí 1925 í Austur-Meðalholtum í Gaulverjabæ, d. 8. júlí 2006. Foreldrar hennar voru Lárus Guðnason sjómaður í Reykjavík, f. 16. júlí 1895, d. 30. október 1940, og Guðný Jónsdóttir vinnukona í Austur-Meðalholtum, síðar í Kanada, f. 14. apríl 1899, d. 8. september 1958. Fósturforeldrar Ásdísar voru móðurbróðir hennar Hannes Jónsson bóndi, f. 24. nóvember 1892, d. 6. janúar 1989 og kona hans Guðrún Andrésdóttir húsfreyja, f. 27. september 1888, d. 10. apríl 1969, bændur í Austur-Meðalholtum.
Börn þeirra:
1. Ólafur Óskar Lárusson myndlistarmaður, kennari, grafískur hönnuður, einn af stofnendum Nýlistasafnsins, f. 10. september 1951, d. 4. desember 2014. Fyrrum kona hans Steinunn Svavarsdóttir. Sambúðarkona hans Valdís Björk Óskarsdóttir. Kona hans Sigrún Bára Friðfinnsdóttir.
2. Hannes Rúnar Óskar Lárusson myndlistarmaður, f. 26. september 1955. Kona hans Kristín Magnúsdóttir.
3. Andvana fætt barn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkir samtíðarmenn. Jón Guðnason og Pétur Haraldsson. Bókaútgáfan Samtíðarmenn. Reykjavík 1965-1970.
  • Morgunblaðið 22. apríl 1987. Minning.
  • Morgunblaðið 24. júlí 2006. Minning Ásdísar Lárusdóttur.
  • Morgunblaðið 12. desember 2014. Minning Ólafs Óskars.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.