Axel Ólafsson (Arnardrangi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Axel Óskar Ólafsson frá Arnardrangi, héraðsdómslögmaður, innheimtustjóri fæddist 21. janúar 1917 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl. og lést 8. ágúst 1980.
Foreldrar hans voru Ólafur Ó. Lárusson læknir, f. 1. september 1884 á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, Gull., d. 6. júní 1952 í Eyjum, og kona hans Sylvía Níelsína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1883 á Háeyri á Eyrarbakka, d. 22. október 1957.

Börn Sylvíu og Ólafs:
1. Jóhanna Gunnhildur Ólafsdóttir saumakona, f. 24. mars 1907 í Reykjavík, d. 31. júlí 1966. Barnsfaðir hennar Sveinn Benediktsson.
2. Magnús Óskar Ólafsson stórkaupmaður í Reykjavík, f. 29. apríl 1908 í Reykjavík, d. 3. september 1968. Kona hans Guðrún Ólafía Karlsdóttir.
3. Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. október 1909 í Reykjavík, d. 13. ágúst 1985. Maður hennar Örn Hauksteinn Matthíasson.
4. Lárus Guðmundur Óskar Ólafsson lyfjafræðingur og apótekari á Selfossi, f. 22. október 1911 á Eiðum í Eiðaþinghá, d. 10. apríl 1987. Kona hans, (skildu), Ásdís Lárusdóttir.
5. Sigurður Óskar Ólafsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 2. júní 1913 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 16. nóvember 1955. Fyrrum kona hans Einarína Pálína Árnadóttir. Kona hans Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir.
6. Guðmundur Óskar Ólafsson bókari í Reykjavík, f. 14. júní 1914 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 18. mars 1981. Kona hans Olga Hallgrímsdóttir.
7. Jakob Óskar Ólafsson skrifstofustjóri í Eyjum, síðar í Reykjavík, f. 18. ágúst 1915 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 18. febrúar 1992. Kona hans Jóhanna María Bjarnasen.
8. Axel Óskar Ólafsson héraðsdómslögmaður, innheimtustjóri í Reykjavík, f. 21. janúar 1917 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 8. ágúst 1980. Kona hans Þorbjörg Andrésdóttir.
9. Sigríður Sólveig Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík og Stykkishólmi, f. 7. apríl 1918 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 14. desember 1945. Maður hennar Kjartan Jónsson.
10. Halldór Óskar Ólafsson loftsiglingafræðingur, flugleiðsögumaður í Reykjavík, f. 19. nóvember 1923 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl. Kona hans Helena Svanhvít Sigurðardóttir.

Axel var með foreldrum sínum í æsku, á Brekku í Fljótsdal og flutti með þeim til Eyja 1925.
Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri og síðan lögfræðiprófi í Háskóla Íslands 1947.
Axel var fulltrúi bæjarfógetans í Eyjum um skeið og stundaði síðan lögfræðistörf í Eyjum.
Eftir flutning til Reykjavíkur vann hann á skrifstofu tollstjórans í Reykjavík um tíu ára skeið. Hann varð héraðsdómslögmaður 1959, var fulltrúi borgarfógetans í Reykjavík 1963.
Axel varð innheimtustjóri Ríkisútvarpsins 1966 og gegndi til æviloka.
Hann var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra um skeið og í stjórn Byggingarsamvinnufélags starfsmanna ríkisstofnana frá 1958 og síðast formaður.
Þau Þorbjörg giftu sig 1951, eignuðust þrjú börn.
Axel Óskar lést 1980 og Þorbjörg 1994.

I. Kona Axels Óskars, (3. nóvember 1951), var Þorbjörg Andrésdóttir frá Síðumúla í Hvítársíðu, hjúkrunarfræðingur, f. 8. janúar 1922, d. 23. maí 1994. Foreldrar hennar voru Andrés Eyjólfsson bóndi, alþingismaður, oddviti, f. 27. maí 1886, d. 9. apríl 1986, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Mjóadal í Laxárdal í Hún., f. 15. maí 1887, d. 18. júní 1974.
Börn þeirra:
1. Ólafur Óskar Axelsson arkitekt, tónlistarmaður, f. 4. desember 1951. Kona hans Svana Víkingsdóttir.
2. Ingibjörg Axelsdóttir húsfreyja, B.A.-íslenskufræðingur, kennari í Reykjavík, f. 3. nóvember 1953. Maður hennar Sæmundur Rögnvaldsson.
3. Anna Axelsdóttir stúdent, sjúkraliði í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 21. ágúst 1980. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.