Halldór Ólafsson (Arnardrangi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Halldór Óskar Ólafsson.

Halldór Óskar Ólafsson frá Arnardrangi, kaupmaður, loftsiglingafræðingur, flugleiðsögumaður fæddist 19. nóvember 1923 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl. og lést 25. nóvember 1985.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ó. Lárusson læknir, f. 1. september 1884 á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, Gull., d. 6. júní 1952 í Eyjum, og kona hans Sylvía Níelsína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1883 á Háeyri á Eyrarbakka, d. 22. október 1957.

Börn Sylvíu og Ólafs:
1. Jóhanna Gunnhildur Ólafsdóttir saumakona, f. 24. mars 1907 í Reykjavík, d. 31. júlí 1966. Barnsfaðir hennar Sveinn Benediktsson.
2. Magnús Óskar Ólafsson stórkaupmaður í Reykjavík, f. 29. apríl 1908 í Reykjavík, d. 3. september 1968. Kona hans Guðrún Ólafía Karlsdóttir.
3. Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. október 1909 í Reykjavík, d. 13. ágúst 1985. Maður hennar Örn Hauksteinn Matthíasson.
4. Lárus Guðmundur Óskar Ólafsson lyfjafræðingur og apótekari á Selfossi, f. 22. október 1911 á Eiðum í Eiðaþinghá, d. 10. apríl 1987. Kona hans, (skildu), Ásdís Lárusdóttir.
5. Sigurður Óskar Ólafsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 2. júní 1913 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 16. nóvember 1955. Fyrrum kona hans Einarína Pálína Árnadóttir. Kona hans Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir.
6. Guðmundur Óskar Ólafsson bókari í Reykjavík, f. 14. júní 1914 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 18. mars 1981. Kona hans Olga Hallgrímsdóttir.
7. Jakob Óskar Ólafsson skrifstofustjóri í Eyjum, síðar í Reykjavík, f. 18. ágúst 1915 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 18. febrúar 1992. Kona hans Jóhanna María Bjarnasen.
8. Axel Óskar Ólafsson héraðsdómslögmaður, innheimtustjóri í Reykjavík, f. 21. janúar 1917 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 8. ágúst 1980. Kona hans Þorbjörg Andrésdóttir.
9. Sigríður Sólveig Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík og Stykkishólmi, f. 7. apríl 1918 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 14. desember 1945. Maður hennar Kjartan Jónsson.
10. Halldór Óskar Ólafsson loftsiglingafræðingur, flugleiðsögumaður í Reykjavík, f. 19. nóvember 1923 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl. Kona hans Helena Svanhvít Sigurðardóttir.

Halldór var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á brekku í Fljótsdal og flutti með þeim til Eyja 1925.
Hann tók gagnfræðapróf á Akureyri 1941 og verslunarpróf í Reykjavík 1943 og lauk prófi í Loftskeytaskólanum 1948.
Halldór rak verslun í Eyjum um skeið, „Hallóbar“, varð síðan skrifstofumaður hjá Olíufélaginu, en að loknu loftskeytaprófi vann hann hjá radíóþjónustunni í Gufunesi í sex ár.
Þá réðst hann til Loftleiða 1955, var þar loftskeytamaður til 1965, er hann lauk prófi í loftsiglingafræði og vann síðan hjá félaginu og varð eftirlitsleiðsögumaður til 1972.
Halldór réðst til björgunar- og uppbyggingarstarfa í Eyjum í Gosinu.
1974 varð hann loftsiglingafræðingur og hleðslustjóri hjá Cargolux og flutti til Luxemburg og flaug með félaginu meðan heilsa leyfði.
Hann vann síðan hjá Landssímanum.
Halldór kenndi í nokkur ár siglingafræði í flugskólanum Flugsýn og rak ásamt fleiri skóla í flugsiglingafræðum um árabil.
Þau Svanhvít ráku tískuverslun í nokkur ár og í mörg ár ráku þau saumastofu.
Halldór stóð að endurvakningu tímarits um skák og var einn ritstjóra þess uns Skáksambandið tók við útgáfunni 1948.
Þau Helena Svanhvít giftu sig 1944, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Arnardrangi í Eyjum, í Reykjavík og Lúxemburg.
Halldór lést 1985 og Helena Svanhvít 1988.

I. Kona Halldórs Óskars, (1. september 1944), var Helena Svanhvít Sigurðardóttir húsfreyja, kaupmaður frá Akureyri, f. 13. febrúar 1924, d. 3. mars 1988.
Börn þeirra:
1. Sigurður Óskar Halldórsson flugstjóri, f. 23. nóvember 1942 á Akureyri. Kona hans Ester Tryggvadóttir.
2. Ólafur Óskar Halldórsson endurskoðandi í Reykjavík, f. 15. júlí 1944 í Eyjum, d. 30. mars 2011. Fyrrum kona hans Margit Welve. Fyrrum kona hans Guðrún Ása Brandsdóttir.
3. Sigríður Sólveig Halldórsdóttir húsfreyja, stuðningsfulltrúi í Reykjavík, f. 12. febrúar 1947 í Eyjum. Maður hennar Brynjólfur Ásgeir Guðbjörnsson.
4. Hrafnhildur Björk Halldórsdóttir kortagerðarmaður, þjónustufulltrúi í Reykjavík, f. 9. nóvember 1952 í Reykjavík. Maður hennar Oddur Kristinn Gunnarsson.
5. Bjarni Óskar Halldórsson rekstrarhagfræðingur í Hafnarfirði, framkvæmdastjóri, f. 23. september 1958 í Reykjavík. Kona hans Erna María Böðvarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.