Svanhvít Sigurðardóttir (Arnardrangi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helena Svanhvít Sigurðardóttir húsfreyja, kaupmaður frá Akureyri, f. 13. febrúar 1924, d. 3. mars 1988.
Foreldrar hennar voru Sigurður Jóhannesson frá Nolli í Eyjafirði, vélstjóri, f. 9. ágúst 1891, d. 7. mars 1926, og kona hans Ósk Jóhannesdóttir frá Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal, húsfreyja, f. 18. febrúar 1898, d. 14. mars 1978.
Stjúpfaðir Svanhvítar var Anton Axel Ásgrímsson útgerðarmaður, f. 22. ágúst 1885, d. 3. maí 1967.

Svanhvít var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hennar lést, er hún var tveggja ára. Móðir hennar giftist Antoni og varð hann stjúpi hennar og uppeldisfaðir og hjá þeim bjó hún til fullorðinsára.
Þau Halldór giftu sig 1944, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu í Arnardrangi í Eyjum og Halldór rak verslunina „Hallóbar“, en þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar lengst, en um skeið í Luxemburg.
Þau Halldór ráku tískuverslun í Reykjavík í nokkur ár og í mörg ár ráku þau saumastofu.
Halldór lést 1975 og Helena Svanhvít 1988.

I. Maður Helenu Svanhvítar, (1. september 1944), var Halldór Óskar Ólafsson frá Arnardrangi, kaupmaður, loftskeytamaður, loftsiglingafræðingur, flugleiðsögumaður, f. 19. nóvember 1923 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 25. nóvember 1985.
Börn þeirra:
1. Sigurður Óskar Halldórsson flugstjóri, f. 23. nóvember 1942 á Akureyri. Kona hans Ester Tryggvadóttir.
2. Ólafur Óskar Halldórsson endurskoðandi í Reykjavík, f. 15. júlí 1944 í Eyjum, d. 30. mars 2011. Fyrrum kona hans Margit Welve. Fyrrum kona hans Guðrún Ása Brandsdóttir.
3. Sigríður Sólveig Halldórsdóttir húsfreyja, stuðningsfulltrúi í Reykjavík, f. 12. febrúar 1947 í Eyjum. Maður hennar Brynjólfur Ásgeir Guðbjörnsson.
4. Hrafnhildur Björk Halldórsdóttir kortagerðarmaður, þjónustufulltrúi í Reykjavík, f. 9. nóvember 1952 í Reykjavík. Maður hennar Oddur Kristinn Gunnarsson.
5. Bjarni Óskar Halldórsson rekstrarhagfræðingur í Hafnarfirði, framkvæmdastjóri, f. 23. september 1958 í Reykjavík. Kona hans Erna María Böðvarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. desember 1985. Minning Halldórs.
  • Morgunblaðið 15. mars 1988. Minning Svanhvítar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.