Nikulás Guðmundsson (Uppsölum)
Nikulás Guðmundsson tómthúsmaður í Uppsölum fæddist 24. júlí 1850 og lést 29. mars 1926.
Foreldrar hans voru Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Litlu-Hólum í Mýrdal, f. 17. mars 1815 á Vatnsskarðshólum þar, d. 14. júlí 1864 á Litlu-Hólum, og kona hans Kristjana Nikulásdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1819 í Laugarnesi í Gull., d. 5. apríl 1899 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal.
Nikulás var með foreldrum sínum í bernsku, var síðan vinnumaður í Keldudal í Mýrdal.
Hann fluttist úr Landeyjum að Gvendarhúsi 1874, var vinnumaður þar til 1876, á Ofanleiti 1877-1879, í Landlyst 1880 og þar var Kristín Vigfúsdóttir vinnukona, - var þar 1881, voru bæði vinnufólk á Vilborgarstöðum 1882, í Frydendal 1883 og skráð í Frydendal 1884, en sögð búa á Uppsölum.
Þau Kristín bjuggu á Uppsölum 1885-1889 með Ágúst hjá sér, en 1889 lést Kristín.
Nikulás var ekkill og vinnumaður í Nýjabæ 1890-1895, þá með Ágúst hjá sér, tökubarn, 10 ára.
Þeir feðgar fluttust til Reyðarfjarðar 1896, og 1901 voru þeir báðir vinnumenn á Berunesi í Berufirði.
Nikulás fluttist til Reyðarfjarðar 1906, en þeir feðgar voru á Kirkjubæ í Eskifirði 1910.
Hann var í heimili hjá Ágústi og fjölskyldu hans í Holti þar 1920.
Nikulás lést á Eskifirði 1926.
Kona Nikulásar, (4. desember 1887), var
Kristín Vigfúsdóttir húsfreyja frá Hólshúsi f. 9. mars 1861, d. 3. september 1889.
Barn þeirra var
1. Ágúst Nikulásson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 21. ágúst 1885, d. 18. maí 1955.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.