Kristín Ástgeirsdóttir (Litlabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Ástgeirsdóttir frá Litlabæ, húsfreyja fæddist 9. ágúst 1900 og lést 19. janúar 1991.
Foreldrar hennar voru Ástgeir Guðmundsson bátasmiður í Litlabæ, f. 27. október 1858 á Bryggjum í A-Landeyjum, d. 30. september 1943, og kona hans Kristín Magnúsdóttir húsfreyja, f. 10. janúar 1859 að Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 13. júlí 1938.

Börn Kristínar og Ástgeirs:
1. Jónína Ástgeirsdóttir húsfreyja á Bergi, f. 4. júlí 1884 í V-Landeyjum, d. 8. mars 1917. Fyrri maður hennar var Sigurjón Jónsson sjómaður, f. 2. desember 1880, fórst af mb. Sæborgu VE-124 á Þykkvabæjarfjöru 9. október 1909. Síðari maður hennar var Þórður Jónsson formaður og skipasmiður frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f. 10. júní 1887, d. 1. febrúar 1939.
2. Magnús Ástgeirsson sjómaður, f. 27. apríl 1887, fórst af mb. Sæborgu VE-124 á Þykkvabæjarfjöru 9. október 1909, ókvæntur.
3. Guðmundur Ástgeirsson sjómaður, f. 22. maí 1889, d. 26. ágúst 1970, kvæntur Jóhönnu Sigríði Jónsdóttur húsfreyju, f. 24. júní 1889, d. 4. apríl 1977.
4. Guðrún Ástgeirsdóttir húsfreyja, fyrri kona Einars Sæmundssonar húsasmíðameistara, síðar á Staðarfelli. Hún var fædd 5. ágúst 1890 og lést 28. nóvember 1915.
5. Ólafur Ástgeirsson bátasmiður, f. 3. ágúst 1892, d. 8. apríl 1966, kvæntur fyrr Kristínu Jónsdóttur húsfreyju, f. 19. apríl 1885 að Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 17. september 1943. Síðari kona Ólafs var Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. september 1920, d. 19. apríl 1993.
6. Kristinn Ástgeirsson listmálari á Miðhúsum, f. 6. ágúst 1894, d. 31. júlí 1981, kvæntur Jensínu Maríu Matthíasdóttur frá Færeyjum, húsfreyju, f. 16. febrúar 1892 í Kvívík í Færeyjum, d. 28. maí 1947.
7. Valdimar Ástgeirsson málari, leikari, f. 19. september 1898, d. 26. júlí 1978. Kona hans var Þórodda Vigdís Loftsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1905, d. 29. júlí 1986.
7. Kristín Ástgeirsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1900, d. 19. janúar 1991, var gift Engilbert Ágústi Guðmundssyni trésmið. Hann fæddist 4. ágúst 1899 og lést á Vífilsstöðum 2. desember 1945.

Kristín var með foreldrum sínum í Litlabæ í æsku, heimasæta þar 1920.
Hún giftist Engilbert 1923. Þau bjuggu í Litlabæ, eignuðst börn sín þar á 3. og 4. áratugi aldarinnar.
Vegna sjúkleika Engilberts varð hann að leggjast inn á Vífilsstaði 1945 og Kristín fékk þar vinnu. Engilbert lést í desember. Kristín lést 1991.

Maður Kristínar, (30. júní 1923), var Engilbert Ágúst Guðmundsson, f. 4. ágúst 1899 á Dysjum á Álftanesi, d. 2. desember 1945.
Börn þeirra voru:
1. Kristín Jóhanna Engilbertsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. nóvember 1923 í Litlabæ, d. 25. desember 1980.
2. Guðjóna Ásta Engilbertsdóttir, f. 19. desember 1926 í Litlabæ, d. 28. apríl 2012.
3. Ágústa Margrét Engilbertsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 24. september 1929 í Litlabæ, d. 30. janúar 2006.
4. Dagný Engilbertsdóttir, f. 16. september 1932 í Litlabæ, d. 21. nóvember 1932.
5. Eyþór Engilbertsson, f. 24. september 1938 í Litlabæ, d. 2. mars 1939.
6. Óskar Jörundur Engilbertsson, f. 24. desember 1940 í Litlabæ, d. 1. nóvember 2000.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.