Guðrún Sigurðardóttir (Brimbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja á Brimbergi fæddist 9. september 1920 í Syðri-Gengishólum og lést 19. apríl 1993.
Faðir hennar var Sigurður bóndi á Syðri-Gegnishólum í Flóa, f. 18. október 1872, d. 5. ágúst 1945, Ísleifsson bónda og sýslunefndarmanns á Kanastöðum í A-Landeyjum, f. 8. janúar 1833 á Kanastöðum, d. 22. nóvember 1895 þar, Magnússonar bónda á Kanastöðum, f. 24. júní 1794 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 24. janúar 1865 á Kanastöðum, Magnússonar, og konu Magnúsar á Kanastöðum, Guðrúnar húsfreyju, f. 19. febrúar 1796, d. 18. desember 1882, Ísleifsdóttur.
Móðir Sigurðar á Syðri-Gegnishólum og kona Ísleifs á Kanastöðum var Sigríður húsfreyja, f. 4. ágúst 1839 í Langholti í Flóa, d. 4. júlí 1920 í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, Árnadóttir bónda í Stóra-Ármóti í Flóa, f. 22. apríl 1804, d. 15. apríl 1858, Magnússonar, og konu Árna, Helgu húsfreyju, f. 18. febrúar 1805, d. 14. janúar 1880, Jónsdóttur.

Móðir Guðrúnar á Brimbergi og kona Sigurðar bónda var Sigríður húsfreyja og ljósmóðir á Syðri-Gegnishólum í Flóa, f. 31. júlí 1878, d. 18. júlí 1958, Jónsdóttir bónda, hreppsnefndarmanns og oddvita í Hólmum í A-Landeyjum, f. 1. febrúar 1843 í Mosakoti á Síðu, V-Skaft., d. 19. ágúst 1924 á Skúfslæk í Flóa, Bergssonar bónda á Fossi á Síðu, f. 15. júlí 1814, d. 6. nóvember 1875, Jónssonar, og konu Bergs, Guðleifar húsfreyju, f. 12. október 1806, d. 5. febrúar 1859, Helgadóttur.
Móðir Sigríðar ljósmóður og kona Jóns Bergssonar, (9. júlí 1875), var Hallbera húsfreyja, f. 22. janúar 1848, d. 11. mars 1924, Jónsdóttir bónda og formanns í Hólmum í A-Landeyjum, f. 31. október 1810 í Austur-Búðarhólshjáleigu þar, d. 28. desember 1889, Eyjólfssonar, og konu Jóns í Hólmum, Hallberu húsfreyju, f. 10. ágúst 1806, d. 21. október 1878, Magnúsdóttur.

Móðurbróðir Guðrúnar á Brimbergi, (af sama föður), var Jón Bergur Jónsson bóndi í Ólafshúsum.
Föðurbróðir Guðrúnar var Magnús Ísleifsson trésmíðameistari í London og föðursystir hennar var Guðfinna húsfreyja og ljósmóðir í Drangshlíð u. Eyjafjöllum móðir Guðrúnar Gissurardóttur á Kirkjubæjarbraut 8, konu Sigfúsar Sveinssonar frá Selkoti u. Eyjafjöllum, og móður Jóns Gissurarsonar kennara við Unglingaskólann í Eyjum, síðar skólastjóra í Reykjavík.
Föðurbróðir hennar var einnig Geir Ísleifsson bóndi á Kanastöðum í A-Landeyjum, maður Guðrúnar Tómasdóttur á Kanastöðum í Eyjum, en þau voru foreldrar Tómasar Geirssonar kaupmanns í Framtíðinni og Sigríðar húsfreyju á Heimagötu 25, síðar í Reykjavík, f. 7. júlí 1907, d. 29. nóvember 1985, konu Sigurðar Gunnarssonar Ólafssonar.

Maður Guðrúnar var Ólafur Ástgeirsson frá Litlabæ, f. 3. ágúst 1892, d. 8. apríl 1966. Hún var síðari kona hans.
Sonur þeirra er Kristinn Rúnar Ólafsson búsettur á Spáni, m.a. fréttaritari Ríkisútvarpsins, f. 11. september 1952.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.