Kristín Jóhanna Engilbertsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Jóhanna Engilbertsdóttir frá Litlabæ, húsfreyja í Reykjavík, fæddist 5. nóvember 1923 í Litlabæ og lést 25. desember 1980.
Foreldrar hennar voru Engilbert Ágúst Guðmundsson bátasmiður, verslunarmaður, f. 4. ágúst 1899 á Dysjum á Álftanesi, d. 2. desember 1945 á Vífilsstöðum, og kona hans Kristín Ástgeirsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1900 í Litlabæ, d. 19. janúar 1991.

Börn Kristínar og Engilberts Ágústs voru:
1. Kristín Jóhanna Engilbertsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. nóvember 1923 í Litlabæ, d. 25. desember 1980.
2. Guðjóna Ásta Engilbertsdóttir, f. 19. desember 1926 í Litlabæ, d. 28. apríl 2012.
3. Ágústa Margrét Engilbertsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 24. september 1929 í Litlabæ, d. 30. janúar 2006.
4. Dagný Engilbertsdóttir, f. 16. september 1932 í Litlabæ, d. 21. nóvember 1932.
5. Eyþór Engilbertsson, f. 24. september 1938 í Litlabæ, d. 2. mars 1939.
6. Óskar Jörundur Engilbertsson, f. 24. desember 1940 í Litlabæ, d. 1. nóvember 2000.

Kristín Jóhanna var með foreldrum sínum í Litlabæ í æsku. Hún fluttist með þeim Suður 1945, en þá lagðist faðir hennar inn á Vífilsstaðaspítala. Hann lést þar í desember.
Kristín Jóhanna giftist Alfreð 1949. Þau eignuðust 4 börn, en skildu.
Hún giftist Njáli 1955 og eignaðist með honum eitt barn. Þau skildu.
Kristín samdi vinsæla dægurlagatexta.

Kristín Jóhanna var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (5. nóvember 1949, skildu), var Eyvindur Alfreð Clausen málarameistari og dægurlagasöngvari, f. 7. maí 1918, d. 26. nóvember 1981, sonur Arreboes Clausens bifreiðastjóra í Reykjavík og konu hans Steinunnar Eyvindsdóttur.
Börn þeirra:
1. Engilbert Kristinn Clausen, f. 19. desember 1944 i Eyjum, d. 20. janúar 1997.
2. Steinar Már Clausen, f. 7. ágúst 1947 í Reykjavík.
3. Róbert Atli Clausen, f. 22. maí 1950 í Reykjavík.
4. Jón Einar Clausen, f. 28. desember 1951 í Reykjavík.

II. Síðari maður Kristínar Jóhönnu, (1. september 1955, skildu), var Njáll Guðmundsson flugmaður, f. 8. september 1922, d. 12. desmber 1973, sonur Guðmundar Sigurðssonar sjómanns á Akureyri og Helgu Rósu Marteinsdóttur ráðskonu. Fósturforeldrar Njáls voru Jóhann Frímann Jóakímsson og Þóra Jóhannesdóttir.
Barn Kristínar og Njáls:
5. Elín Bára Njálsdóttir, f. 3. júní 1956.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.