Sigurjón Jónsson (Bergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurjón Jónsson frá Moldnúpi u. Eyjafjöllum, sjómaður á Bergi fæddist 2. desember 1880 og drukknaði 9. október 1909.
Foreldrar hans voru Jón Magnússon (neitaði) vinnumaður á Sámsstöðum í Fljótshlíð, og Þuríður Einarsdóttir, f. 29. október 1841, d. 29. júlí 1923.

Sigurjón var niðursetningur á Tjörnum u. V.- Eyjafjöllum 1890, var vinnumaður í Hvammi í Eyjum 1901, var í Litlabæ 1907.
Þau Jónína bjuggu á Bergi, sem þau byggðu. Þau eignuðust tvö börn, misstu annað þeirra ungt, hitt fæddist andvana.
Sigurjón fórst með m.b. Sæborgu á Þykkvabæjarfjöru 9. október 1909.

I. Sambúðarkona Sigurjós var Jónína Ástgeirsdóttir frá Litlabæ, húsfreyja, f. 4. júlí 1884, d. 8. mars 1917.
Börn þeirra voru:
1. Ástrós Þórunn Sigurjónsdóttir, f. 3. október 1907, d. 5. janúar 1908.
2. Andvana sveinbarn f. 3. júlí 1909.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.