Klara Kristjánsdóttir (Heiðarbrún)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Klara Kristjánsdóttir frá Heiðarbrún, húsfreyja fæddist 8. júlí 1917 á Heiðarbrún og lést 23. janúar 1993.
Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, trésmíðameistari, f. 13. mars 1882, d. 19. ágúst 1957, og kona hans Elín Oddsdóttir frá Ormskoti í Fljótshlíð, húsfreyja f. 27. janúar 1889, d. 19. mars 1965.

Börn Elínar og Kristjáns:
1. Óskar Kristjánsson, f. 27. janúar 1907 á Gilsbakka, d. 11. janúar 1908.
2. Óskar Kristjánsson, f. 17. apríl 1908 á Gilsbakka, d. 20. ágúst 1980.
3. Ólafur Ágúst Kristjánsson, f. 12. ágúst 1909 á Garðstöðum, d. 21. apríl 1989.
4. Oddgeir Kristjánsson, f. 16. nóvember 1911, d. 18. febrúar 1966.
5. Andvana stúlka, f. 3. október 1912 á Garðstöðum.
6. Laufey Sigríður Kristjánsdóttir, f. 30. desember 1913 á Heiðarbrún, d. 5. október 1994.
7. Jóna Margrét Kristjánsdóttir, f. 13. janúar 1915 á Heiðarbrún, d. 2. janúar 1971.
8. Friðrik Kristjánsson, f. 11. janúar 1916 á Heiðarbrún, d. 7. júlí 1916.
9. Klara Kristjánsdóttir, f. 8. júlí 1917 á Heiðarbrún, d. 23. janúar 1993.
10. Guðleif Hulda Kristjánsdóttir, f. 22. júlí 1918 á Heiðarbrún, d. 16. desember 1918.
11. Gísli Kristjánsson, f. 17. febrúar 1920 á Heiðarbrún, d. 26. febrúar 1995.
12. Kristbjörg Kristjánsdóttir, f. 8. apríl 1921 á Heiðarbrún, d. 24. nóvember 1999.
13. Haraldur Kristjánsson, f. 22. febrúar 1924 á Heiðarbrún, d. 12. september 2002.
14. Andvana drengur, f. 4. september 1927.
15. Lárus Kristjánsson, f. 28. ágúst 1929 á Heiðarbrún.
Sonur Kristjáns og hálfbróðir systkinanna var
16. Svanur Ingi Kristjánsson verslunarmaður, húsasmíðameistari, f. 9. febrúar 1922, d. 22. nóvember 2005.

Klara var með foreldrum sínum í æsku. Þau Sigmundur, bjuggu fyrst á Stokkseyri, fluttust til Eyja 1935-1936 þar sem þau bjuggu fram að Gosi.
Þau giftu sig 1942, leigðu víða í Eyjum, lengst bjuggu þau í Nikhól, eignuðust 11 börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta aldursári. Tvö barna þeirra urðu kjörbörn Laufeyjar Sigríðar Karlsdóttur föðursystur sinnar, f. 15. ágúst 1919 og Konráðs Guðmundssonar, f. 12. febrúar 1915.
Að síðustu bjuggu þau á Kleppsvegi 32 í Reykjavík. Klara lést 1993 og Sigmundur 1994. Þau voru bæði grafin í Eyjum.

Maður hennar, (1942), var Sigmundur Karlsson sjómaður, vélstjóri, f. 23. september 1912, d. 13. apríl 1994.
Börn þeirra:
1. Elín Kristín Sigmundsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 28. febrúar 1936 á Breiðabólstað, d. 30. desember 2000.
2. Guðmundur Karl Sigmundsson, f. 3. febrúar 1937 á Hásteinsvegi 10, d. 31. maí 1937.
3. Karl Sesar Sigmundsson skósmiður, f. 6. febrúar 1938 á Hásteinsvegi 9.
4. Jóhanna Ester Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1939 á Hásteinsvegi 9.
5. Auður Anna Konráðsdóttir, f. 28. desember 1940 á Vesturvegi 19, (Lambhaga). Hún varð kjörbarn Konráðs Guðmundssonar, f. 12. febrúar 1915, d. 19. júní 2007, og Laufeyjar Sigríðar Karlsdóttur föðursystur sinnar, f. 15. ágúst 1919, d. 19. október 2020.
6. Ólafur Már Sigmundsson sjómaður, f. 11. mars 1942 á Hásteinsvegi 17, d. 11. apríl 2023.
7. Svavar Sigmundsson húsasmíðameistari, kaupmaður, f. 16. nóvember 1944 í Stafnesi.
8. Heimir Konráðsson rafvirkjameistari, f. 26. mars 1946 í Stafnesi. Hann varð kjörbarn Konráðs Guðmundssonar, f. 12. febrúar 1915, d. 19. júní 2007 og Laufeyjar Sigríðar Karlsdóttur föðursystur sinnar, f. 15. ágúst 1919, d. 19. október 2020.
9. Hörður Ársæll Sigmundsson tónlistarmaður, f. 31. desember 1947 í Nikhól, (Hásteinsvegi 38), d. 22. apríl 1966.
10. Kristján Sigmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 20. apríl 1951 á Hásteinsvegi 38.
11. Laufey Sigríður Sigmundsdóttir húsfreyja á Spáni, f. 25. janúar 1956 á Hásteinsvegi 38.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.