Elín Kristín Sigmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elín Kristín Sigmundsdóttir húsfreyja fæddist 28. febrúar 1936 á Breiðabólstað við Heiðarveg 27 og lést 30. desember 2000 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Sigmundur Karlsson sjómaður, vélstjóri, f. 23. september 1912, d. 13. apríl 1994, og kona hans Klara Kristjánsdóttir frá Heiðarbrún, húsfreyja, f. 8. júlí 1917, d. 23. janúar 1993.

Börn Klöru og Sigmundar:
1. Elín Kristín Sigmundsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 28. febrúar 1936 á Breiðabólstað, d. 30. desember 2000.
2. Guðmundur Karl Sigmundsson, f. 3. febrúar 1937 á Hásteinsvegi 10, d. 31. maí 1937.
3. Karl Cesar Sigmundsson skósmiður, f. 6. febrúar 1938 á Hásteinsvegi 9.
4. Jóhanna Ester Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1939 á Hásteinsvegi 9.
5. Auður Anna (Sigmundsdóttir) Konráðsdóttir, f. 28. desember 1940 á Vesturvegi 19, Lambhaga. Hún varð kjörbarn Konráðs Guðmundssonar, f. 12. febrúar 1915, d. 19. júní 2007, og Laufeyjar Sigríðar Karlsdóttur föðursystur sinnar, f. 15. ágúst 1919, d. 19. október 2020.
6. Ólafur Már Sigmundsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 11. mars 1942 á Hásteinsvegi 17, d. 11. apríl 2023.
7. Svavar Sigmundsson húsasmíðameistari, kaupmaður, f. 16. nóvember 1944 í Stafnesi.
8. Heimir (Sigmundsson) Konráðsson rafvirki, f. 26. mars 1946 í Stafnesi. Hann varð kjörbarn Konráðs Guðmundssonar, f. 12. febrúar 1915, d. 19. júní 2007, og Laufeyjar Sigríðar Karlsdóttur föðursystur sinnar, f. 15. ágúst 1919, d. 19. október 2020.
9. Hörður Ársæll Sigmundsson tónlistarmaður, f. 31. desember 1947 í Nikhól, (Hásteinsvegi 38), d. 22. apríl 1966.
10. Kristján Sigmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 20. apríl 1951 á Hásteinsvegi 38.
11. Laufey Sigríður Sigmundsdóttir húsfreyja á Spáni, f. 25. janúar 1956 á Hásteinsvegi 38.

Elín var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Gunnar hófu búskap 1951, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Sveinsstöðum við Njarðarstíg 6, í Antonshúsi við Brekastig 32 og í Steinholti við Kirkjuveg 9a. Þau Fluttu til Reykjavíkur við Gosið 1973, bjuggu þar á Kárastíg og við Lindargötu.
Elín lést á árinu 2000.

I. Sambúðarmaður Elínar var Gunnar Jóhannsson frá Þórshöfn á Langanesi, verkstjóri, f. 31. maí 1931, d. 7. september 2008.
Börn þeirra:
1. Klara Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, býr á Selfossi, f. 3. mars 1955. Fyrri maður hennar Páll Ragnarsson, látinn. Síðari maður hennar Víðir Óskarsson.
2. Elsa Gunnarsdóttir sjúkraliði í Eyjum, f. 7. fenbrúar 1961. Maður hennar Björn Indriðason.
3. Gunnar Hallberg Gunnarsson sjúkranuddari í Reykjavík, f. 27. febrúar 1972. Kona hans Hrönn Birgisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.