Ester Sigmundsdóttir (Nikhól)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Ester Sigmundsdóttir húsfreyja fæddist 3. september 1939 á Hásteinsvegi 9.
Foreldrar hennar voru Sigmundur Karlsson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, f. 23. september 1912, d. 13. apríl 1994, og kona hans Klara Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1917, d. 23. janúar 1993.

Börn Klöru og Sigmundar:
1. Elín Kristín Sigmundsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 28. febrúar 1936 á Breiðabólstað, d. 30. desember 2000.
2. Guðmundur Karl Sigmundsson, f. 3. febrúar 1937 á Hásteinsvegi 10, d. 31. maí 1937.
3. Karl Sesar Sigmundsson skósmiður, f. 6. febrúar 1938 á Hásteinsvegi 9.
4. Jóhanna Ester Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1939 á Hásteinsvegi 9.
5. Auður Anna Konráðsdóttir, f. 28. desember 1940 á Vesturvegi 19, (Lambhaga). Hún varð kjörbarn Konráðs Guðmundssonar, f. 12. febrúar 1915, d. 19. júní 2007, og Laufeyjar Sigríðar Karlsdóttur föðursystur sinnar, f. 15. ágúst 1919, d. 19. október 2020.
6. Ólafur Már Sigmundsson sjómaður, f. 11. mars 1942 á Hásteinsvegi 17, d. 11. apríl 2023.
7. Svavar Sigmundsson húsasmíðameistari, kaupmaður, f. 16. nóvember 1944 í Stafnesi.
8. Heimir Konráðsson rafvirkjameistari, f. 26. mars 1946 í Stafnesi. Hann varð kjörbarn Konráðs Guðmundssonar, f. 12. febrúar 1915, d. 19. júní 2007 og Laufeyjar Sigríðar Karlsdóttur föðursystur sinnar, f. 15. ágúst 1919, d. 19. október 2020.
9. Hörður Ársæll Sigmundsson tónlistarmaður, f. 31. desember 1947 í Nikhól, (Hásteinsvegi 38), d. 22. apríl 1966.
10. Kristján Sigmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 20. apríl 1951 á Hásteinsvegi 38.
11. Laufey Sigríður Sigmundsdóttir húsfreyja á Spáni, f. 25. janúar 1956 á Hásteinsvegi 38.

Ester var með foreldrum sínum í æsku.
Hún eignaðist barn með Halldóri 1957.
Þau Jón Reynir giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Fannarfell í Rvk.

I. Barnsfaðir Esterar var Halldór Ólafsson úr Reykjavík, síðast í Noregi, f. 9. apríl 1936, d. 11. mars 1992.
Barn þeirra:
1. Erna María Halldórsdóttir, f. 30. apríl 1957, d. 28. des. 1958.

II. Maður Esterar er Jón Reynir Hilmarsson, f. 13. desember 1941. Foreldrar hans voru Hilmar Kristberg Welding, f. 31. ágúst 1907, d. 17. desember 1968, og Andrea Laufey Jónsdóttir, f. 1. september 1915, d. 28. janúar 1992.
Börn þeirra:
2. Hilmar Kristberg Jónsson, f. 28. desember 1962.
3. Andrea Laufey Jónsdóttir, f. 28. desember 1963.
4. Arnar Már Jónsson, f. 3. maí 1970.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.