Laufey Sigríður Kristjánsdóttir (Heiðarbrún)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Laufey Sigríður Kristjánsdóttir frá Heiðarbrún, húsfreyja fæddist 30. desember 1913 á Heiðarbrún og lést 5. október 1994.
Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, trésmíðameistari, f. 13. mars 1882, d. 19. ágúst 1957, og kona hans Elín Oddsdóttir frá Ormskoti í Fljótshlíð, húsfreyja f. 27. janúar 1889, d. 19. mars 1965.

Börn Elínar og Kristjáns:
1. Óskar Kristjánsson, f. 27. janúar 1907 á Gilsbakka, d. 11. janúar 1908.
2. Óskar Kristjánsson, f. 17. apríl 1908 á Gilsbakka, d. 20. ágúst 1980.
3. Ólafur Ágúst Kristjánsson, f. 12. ágúst 1909 á Garðstöðum, d. 21. apríl 1989.
4. Oddgeir Kristjánsson, f. 16. nóvember 1911, d. 18. febrúar 1966.
5. Andvana stúlka, f. 3. október 1912 á Garðstöðum.
6. Laufey Sigríður Kristjánsdóttir, f. 30. desember 1913 á Heiðarbrún, d. 5. október 1994.
7. Jóna Margrét Kristjánsdóttir, f. 13. janúar 1915 á Heiðarbrún, d. 2. janúar 1971.
8. Friðrik Kristjánsson, f. 11. janúar 1916 á Heiðarbrún, d. 7. júlí 1916.
9. Klara Kristjánsdóttir, f. 8. júlí 1917 á Heiðarbrún, d. 23. janúar 1993.
10. Guðleif Hulda Kristjánsdóttir, f. 22. júlí 1918 á Heiðarbrún, d. 16. desember 1918.
11. Gísli Kristjánsson, f. 17. febrúar 1920 á Heiðarbrún, d. 26. febrúar 1995.
12. Kristbjörg Kristjánsdóttir, f. 8. apríl 1921 á Heiðarbrún, d. 24. nóvember 1999.
13. Haraldur Kristjánsson, f. 22. febrúar 1924 á Heiðarbrún, d. 12. september 2002 á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
14. Andvana drengur, f. 4. september 1927.
15. Lárus Kristjánsson, f. 28. ágúst 1929 á Heiðarbrún.
Sonur Kristjáns og hálfbróðir systkinanna var
16. Svanur Ingi Kristjánsson verslunarmaður, húsasmíðameistari, f. 9. febrúar 1922, d. 22. nóvember 2005.

Laufey var með foreldrum sínum í æsku og enn 1934.
Þau Stefán Jóhann fluttu saman til Hafnarfjarðar 1936, giftu sig 1937, bjuggu lengst á Suðurgötu 31 og Vitastíg 4, en síðustu árin á Naustahlein 17 í Garðabæ.

Maður Laufeyjar Sigríðar, (11. september 1937), var Stefán Jóhann Þorbjörnsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðar verkamaður, f. 30. ágúst 1914 á Grund í Stöðvarfirði, d. 10. maí 2003. Foreldrar hans voru Þorbjörn Stefánsson útvegsbóndi og verkamaður á Grund, f. 30. mars 1892, d. 1. september 1973, og kona hans Jórunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1878, d. 6. apríl 1961.
Börn þeirra:
1. Ester Stefánsdóttir, f. 28. nóvember 1936, d. 4. júlí 1937.
2. Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur, f. 24. júní 1938. I. Kona hans, skildu, var Nína Sigurlaug Matthiesen, f. 29. janúar 1943 í Hafnarfirði. II. Kona hans, skildu, var Edda Aðalsteinsdóttir, f. 25. nóvember 1939 í Eyjum. III. Kona er Svanhildur Guðmundsdóttir, f. 12. apríl 1943 í Reykjavík.
3. Kristján Stefánsson, f. 14. desember 1945. Kona hans var Soffía Arinbjarnar húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 1. ágúst 1944, d. 26. maí 2006.
4. Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 21. ágúst 1948, d. 9. október 2022. Maki I, sambúð, skildu, Benedikt Guðmundsson, f. 2. nóvember 1942. Maki II, sambúð, skildu, Suphaphron Raknarong, f. 1. október 1965. Maki III, skildu, Halldór Guðlaugsson, f. 28. ágúst 1953. Maki IV, gift 21. mars 1994, Massimo Scagliotti, f. 19. mars 1950.
5. Þorbjörn Stefánsson, f. 11. nóvember 1953. Sambýliskona hans, skildu, var Inga Elísabet Káradóttir húsfreyja, f. 21. júní 1954.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 14. október 1994. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.