Sigmundur Karlsson (Nikhól)
Sigmundur Karlsson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri fæddist 23. september 1912 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka og lést 13. apríl 1994.
Faðir hans var Guðmundur Karl bóndi og formaður á Gamla-Hrauni, síðar í Laufási á Stokkseyri, sem hann byggði, f. 28. maí 1892, d. 10. júlí 1929, Guðmundsson trésmiðs á Gamla-Hrauni, f. 17. mars 1855, d. 25. nóvember 1917, Jenssonar vinnumanns í Fljótshlíð, f. 1826, Guðmundssonar og barnsmóður Jens, Ingibjargar, búandi hjá foreldrum sínum á Kirkjulæk í Fljótshlíð 1855, f. 1823, Einarsdóttur.
Móðir Guðmundar Karls og kona Guðmundar Jenssonar var Sigríður húsfreyja, f. 22. september 1851, d. 20. febrúar 1911, Tómasdóttir bónda í Bollakoti í Fljótshlíð, f. 24. febrúar 1824, Ólafssonar, og konu hans, Þuríðar húsfreyju, f. 24. maí 1821, d. 4. október 1889, Nikulásdóttur.
Móðir Sigmundar var Sesselja húsfreyja, f. 26. febrúar 1892, d. 8. september 1977, Jónsdóttir bónda víða, en í Dalalandsparti í Húsavík í N-Múl 1890, f. 13. júlí 1853, drukknaði 6. október 1897, Björnssonar bónda í Miðbæ í Norðfirði, f. 1822, d. 15. desember 1889, Jónssonar, og konu Björns í Miðbæ, Halldóru húsfreyju, f. 1827, d. 23. nóvember 1869, Sigurðardóttur.
Móðir Sesselju og kona Jóns í Dalalandsparti var Salgerður húsfreyja, f. 10. október 1855, d. 17. apríl 1922, Andrésdóttir bónda í Grænanesi og Neðri-Miðbæ í Norðfirði, f. 19. nóvember 1825, d. 2. október 1885, Guðmundssonar, og konu Andrésar, Þuríðar húsfreyju, f. 12. desember 1833, d. 2. apríl 1903, Stefánsdóttur.
Systir Sigmundar var
1. Olga Karlsdóttir húsfreyja, f. 26. mars 1917, d. 12. apríl 1976.
Sigmundur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði til vélstjóra og stundaði vélstjórn í Eyjum, var skipstjóri um skeið, en var verkamaður í Reykjavík eftir flutning þangað í Gosinu.
Þau Klara bjuggu í fyrstu á Stokkseyri, en fluttust til Eyja um 1936, giftu sig 1942. Þau leigðu víða í Eyjum, bjuggu síðast í Nikhól, eignuðust 11 börn, en misstu eitt barn á fyrsta aldursári.
Við Gos fluttust þau til Reykjavíkur, bjuggu síðast á Kleppsvegi 32.
Klara lést 1993 og Sigmundur 1994, voru bæði grafin í Eyjum.
Kona Sigmundar, (19. desember 1942) var Klara Kristjánsdóttir, f. 8. júlí 1917 á Heiðarbrún, d. 23. janúar 1993.
Börn þeirra:
1. Elín Kristín Sigmundsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 28. febrúar 1936 á Breiðabólstað, d. 30. desember 2000.
2. Guðmundur Karl Sigmundsson, f. 3. febrúar 1937 á Hásteinsvegi 10, d. 31. maí 1937.
3. Karl Sesar Sigmundsson skósmiður, f. 6. febrúar 1938 á Hásteinsvegi 9.
4. Jóhanna Ester Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1939 á Hásteinsvegi 9.
5. Auður Anna Konráðsdóttir, f. 28. desember 1940 á Vesturvegi 19, (Lambhaga). Hún varð kjörbarn Konráðs Guðmundssonar, f. 12. febrúar 1915 og Laufeyjar Sigríðar Karlsdóttur föðursystur sinnar, f. 15. ágúst 1919, d. 19. október 2020.
6. Ólafur Már Sigmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 11. mars 1942 á Hásteinsvegi 17, d. 11. apríl 2023.
7. Svavar Sigmundsson húsasmíðameistari, kaupmaður, f. 16. nóvember 1944 í Stafnesi.
8. Heimir Konráðsson rafvirki, f. 26. mars 1946 í Stafnesi. Hann varð kjörbarn Konráðs Guðmundssonar, f. 12. febrúar 1915 og Laufeyjar Sigríðar Karlsdóttur föðursystur sinnar, f. 15. ágúst 1919, d. 19. október 2020.
9. Hörður Ársæll Sigmundsson tónlistarmaður, f. 31. desember 1947 í Nikhól, (Hásteinsvegi 38), d. 22. apríl 1966.
10. Kristján Sigmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 20. apríl 1951 í Nikhól.
11. Laufey Sigríður Sigmundsdóttir húsfreyja á Spáni, f. 25. janúar 1956 í Nikhól.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Svavar Sigmundsson.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.