Sigurlás Þorleifsson (skólastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurlás Þorleifsson.

Sigurlás Þorleifsson skólastjóri fæddist 15. júní 1957 á Hólagötu 41 og lést 24. apríl 2018.
Foreldrar hans voru Þorleifur Sigurlásson frá Reynistað, pípulagningameistari, f. 16. mars 1930, d. 31. júlí 2021, og kona hans Aðalheiður Óskarsdóttir frá Hólnum, húsfreyja, f. 8. nóvember 1934.

Börn Aðalheiðar og Þorleifs:
1. Sigurlás Þorleifsson.
2. Kristín Ósk Þorleifsdóttir, f. 2. janúar 1959.
3. Kári Þorleifsson, f. 17. nóvember 1962.
4. Hafþór Þorleifsson, f. 7. nóvember 1967.
5. Erna Þorleifsdóttir, f. 18. júlí 1972.

Sigurlás var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk Íþróttakennaraprófi í Íþróttakennaraskóla Íslands að Laugarvatni 1980.
Sigurlás var íþrótta- og umsjónarkennari í Barnaskóla Vestmannaeyja frá 1980 til 1984 og frá 1981-1999 var hann grunnskólakennari í Hamarsskóla, Álftanesskóla og Garðaskóla í Garðabæ.
Hann varð aðstoðarskólastjóri við Hamarsskóla 1999-2006 og síðan í Hamarsskóla og Barnaskólanum eftir sameiningu þeirra í Grunnskóla Vestmannaeyja til 2013, en þá varð hann skólastjóri Grunnskólans til 2017, er hann fékk leyfi til náms í Háskóla Íslands.
Á sínum yngri árum spilaði Sigurlás knattspyrnu og handknattleik með Knattspyrnufélaginu Tý. Um langt árabil lék Sigurlás með meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu árið 1981. Hann varð þrívegis markakóngur efstu deildar Íslandsmótsins, fyrst árið 1979 þegar hann lék eitt ár með Víkingi, og síðan aftur með ÍBV árin 1981 og 1982. Hann var lengi markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins. Sigurlás lék á þessum árum 10 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim tvö mörk, bæði árið 1980, í leikjum við Færeyjar og Noreg. Hann var leikmaður og þjálfari Selfoss árið 1983 og lék á árunum 1984-1988 með liðinu Vasalund IF í Svíþjóð, var þjálfari Stjörnunnar í Garðabæ um tveggja ára skeið. Á tímabili starfaði hann sem yfirþjálfari yngri flokka í knattspyrnu hjá Íþróttafélaginu Þór.
Sigurlás eignaðist barn með Auði 1974.
Þau Karen giftu sig 1984, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu um skeið í Svíþjóð, tvö ár í Garðabæ, en bjuggu síðast að Smáragötu 3.
Sigurlás lést 2018 við göngu á Heimaklett.

I. Barnsmóðir Sigurláss er Auður Árnadóttir, f. 7. desember 1957.
Barn þeirra:
1. Kolbrún Sigurlásdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, adjunkt, f. 24. nóvember 1974. Barnsfaðir hennar Hlynur Kristinsson.

II. Kona Sigurláss, (24. nóvember 1984), er Guðrún Karen Tryggvadóttir húsfreyja, f. 19. júní 1958.
Börn þeirra:
2. Jóna Heiða Sigurlásdóttir myndlistarmaður, kennari, f. 15. júní 1981. Maður hennar Kevin Sebastian López Chambi frá Perú.
3. Sara Sigurlásdóttir, hefur doktorspróf í örverufræði, er prófessor í Svíþjóð, f. 19. ágúst 1985. Sambúðarmaður Gunnar Steinn Ásgeirsson.
4. Kristín Erna Sigurlásdóttir viðskiptafræðingur, ógift og barnlaus, f. 19. ágúst 1991.
5. Þorleifur Sigurlásson verkamaður, tónlistarmaður, f. 28. október 1992, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.