Ingibjörg Theodórsdóttir (kaupkona)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Rannveig Theodórsdóttir Mathiesen húsfreyja og kaupkona fæddist 2. ágúst 1880 og lést 25. september 1963.
Faðir hennar var Theodór Árni Mathiesen sjómaður og kaupmaður í Hafnarfirði, f. 28. desember 1853, d. 4. desember 1905, Árnason Mathiesen bónda á Ófriðarstöðum í Hafnarfirði og kaupmaður þar, f. 23. september 1819, d. 11. september 1890, Jónssonar prests, síðast á Arnarbæli í Ölfusi, f. 5. maí 1786, d. 11. nóvember 1859, Matthíassonar, og konu sr. Jóns, Ingibjargar húsfreyju, f. 22. febrúar 1788, d. 28. maí 1866, Pálsdóttur prests að Ofanleiti Magnússonar.
Móðir Theodórs Árna kaupmanns og kona Árna Mathiesen á Ófriðarstöðum var Agnes húsfreyja, f. 29. júlí 1822, d. 28. maí 1908, Steindórs (nefndi sig Waage eftir fæðingarstað sínum í Selvogi) skipherra og verslunarmanns í Hafnarfirði, f. 1776, d. 22. desember 1825, Jónssonar lögrétumanns í Selvogi Halldórssonar og konu hans Rannveigar Filippusdóttur, síðar konu Bjarna Sivertsen kaupmanns í Hafnarfirði.
Kona Steindórs skipherra og móðir Agnesar var Anna Katrín Velding, f. 1789, d. 21. ágúst 1843, dóttir Kristjáns Velding verslunarmanns á Brúarhrauni í Hafnarfirði 1801, og konu hans, Guðrúnar húsfreyju, f. um 1760, Jónsdóttur.

Móðir Ingibjargar Rannveigar Theodórsdóttur og kona (1887) Theodórs Árna var Þuríður húsfreyja, f. 21. september 1855 í Kópavogi (býli), d. 30. mars 1938, Guðmundsdóttir bónda í Kópavogi, f. 1809 að Vatnsenda við Reykjavík, d. 1856, Árnasonar bónda á Vatnsenda og í Kópavogi, f. 17. febrúar 1781, d. 26. september 1854, Péturssonar, og konu Árna, Arnbjargar húsfreyju, f. 24. júlí 1780 í Mosfellssveit, d. 17. desember 1855, Þorkelsdóttur.
Móðir Þuríðar yngri og kona Guðmundar bónda í Kópavogi var Þuríður húsfreyja, f. 1810, d. 25. desember 1866, Magnúsdóttir bónda á Sveinavatni í Mosfellssókn, Árn. 1816, f. 1783 í Austurey í Grímsnesi, Bjarnasonar, og konu Magnúsar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1775, d. 4. júní 1868, Valgarðsdóttur.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í Hraunprýði í Hafnarfirði 1890, gift húsfreyja í eigin húshluta í Hafnarfirði 1910 með Jóni Hinrikssyni barnaskólakennara og þrem börnum sínum, Theodóru Þuríði, Hinriki Guðmundi og Árna Mathiassen Jónssyni.
Hún var húsfreyja í Garðinum við Strandveg 3 1920 með Jóni Hinrikssyni kaupfélagsstjóra og fimm börnum sínum. Nú hafa Sigurlaug og Lára bæst við hópinn.
Síðar var hún sögð búa í Kornhól.
Ingibjörg var um skeið formaður Líknar.
Hún stofnaði verslun 1932 og rak hana í áratugi. Var hún lengi á jarðhæð Þinghóls við Kirkjuveg.

Maður Ingibjargar Theodórsdóttur var Jón Hinriksson kaupfélagsstjóri, útgerðarmaður og bæjarfulltrúi, f. 23. maí 1881, d. 15. ágúst 1929.
Börn Ingibjargar og Jóns hér:
1. Theodóra Þuríður Jónsdóttir, f. 26. desember 1906, d. 16. maí 1928.
2. Hinrik Guðmundur Jónsson bæjarstjóri, sýslumaður, f. 2. janúar 1908, d. 19. mars 1965.
3. Árni Mathiesen Jónsson lögfræðingur, f. 9. október 1909, d. 25. desember 1990.
4. Lára Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. mars 1915, d. 13. júní 1981.
5. Sigurlaug Jónsdóttir húsfreyja í Geysi, f. 28. janúar 1911, d. 22. september 1997.
6. Andvana stúlka, f. 3. desember 1925.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.