Þuríður Guðmundsdóttir (Garðinum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þuríður Guðmundsdóttir Mathiesen húsfreyja fæddist 21. september 1855 að Kópavogi (hús) í Seltjarnarneshreppi og lést 30. mars 1938.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Árnason bóndi, f. 1809, d. 1856, og kona hans Þuríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1810, d. 25. desember 1866.

Þau Theodór Árni giftu sig 1887, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hraunprýði í Garðasókn 1890, í Reykjavík III 1901.
Þuríður flutti til Eyja 1920, bjó hjá Ingibjörgu dóttur sinni í Garðinum og í Heiðarbýli við Brekastíg 6.
Hún lést 1938.

I. Maður Þuríðar var Theodór Árni Mathiesen sjómaður og kaupmaður í Hafnarfirði, f. 28. desember 1853, d. 4. desember 1905. Foreldrar hans voru Árni Mathiesen Árnason bóndi á Ófriðarstöðum í Hafnarfirði og kaupmaður þar, f. 23. september 1819, d. 11. september 1890 og kona hans Agnes Steindórsdóttir Waage, húsfreyja, f. 29. júlí 1822, d. 28. maí 1908.
Börn þeirra hér:
1. Ingibjörg Rannveig Theodórsdóttir Matthiesen kaupkona, f. 2. ágúst 1880 í Hafnarfirði, d. 25. september 1963.
2. Agnes Theodórsdóttir Mathiesen húsfreyja, f. 14. nóvember 1887, d. 27. nóvember 1969.
3. Anna Katrín Mathiesen Theodórsdóttir, f. 28. október 1889, d. 15. október 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.