Ingibjörg Pálsdóttir (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Pálsdóttir frá Ofanleiti, húsfreyja fæddist þar 22. febrúar 1788 og lést 28. maí 1866.
Foreldrar hennar voru Páll Magnússon frá Berjanesi í Landeyjum, prestur, f. 1743 í Sigluvík þar, d. 24. maí 1789, og kona hans Guðrún Hálfdanardóttir húsfreyja, yfirsetukona, f. 1754, d. 19. nóvember 1824.

Ingibjörg missti föður sinn, er hún var á öðru ári sínu.
Þau Jón giftu sig 1810, eignuðust átta börn. Þau bjuggu í Vatnsfirði, á Stað í Aðalvík, Eyri í Skutulsfirði og Arnarbæli í Ölfusi, að síðustu í dvöl í Hjarðarholti í Dölum.
Jón lést 1859 og Ingibjörg 1866.

I. Maður Ingibjargar, (19. maí 1810), var Jón Matthíasson frá Eyri í Skutulsfirði, prestur, f. 5. maí 1786, d. 11. nóvember 1859. Foreldrar hans voru Matthías Þórðarson stúdent á Eyri, f. 1753, d. 30. janúar 1793, og kona hans Rannveig Guðlaugsdóttir frá Vatnsfirði, f. 1753, d. 9. ágúst 1831.
Börn þeirra:
1. Páll Jónsson prestur í Arnarbæli.
2. Matthías Jónsson verslunarstjóri í Rvk.
3. Guðlaugur Jónsson í Öxney.
4. Árni Jónsson verslunarmaður í Hafnarfirði.
5. Guðmundur Jónsson, d. 19 ára.
6. Guðrún Jónsdóttir, síðari kona Jóns Jónssonar á Elliðavatni.
7. Kristján Jónsson að Hlíð á Álftanesi.
8. Jens Ólafur lærði Jónsson, söðlasmiður.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.