Jónína Sigríður Ingimundardóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jónína Sigríður Ingimundardóttir húsfreyja frá Hvoli við Heimagötu fæddist 15. apríl 1878 á Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum og lest 14. október 1956.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Jónsson bóndi á Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, síðan í Eyjum, f. 20. október 1843 í Breiðabólstaðarsókn, d. 26. nóvember 1918, og kona hans Kristín Hreinsdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1843 í A-Landeyjum, d. 19. desember 1934.

Systkini hennar voru:
1. Margrét Ingimundardóttir, f. 19. ágúst 1868, d. 15. nóvember 1958.
2. Guðlaug Ingimundardóttir, f. í febrúar 1877, d. 16. nóvember 1884.
3. Magnús Ingimundarson, f. 24. apríl 1879, drukknaði 10. janúar 1912.
5. Barn dáið fyrir 1910.
Uppeldisbróðir Jónínu Sigríðar var
6. Guðmundur Guðmundsson vélamaður, f. 20. júní 1893, d. 11. mars 1921.

Jónína Sigríður var með foreldrum sínum á Efri-Kvíhólma, fluttist með þeim og tveim systkinum að Hvoli 1908. Þar var hún enn 1919, með Guðlaugu dóttur sína.
Hún var leigjandi með dóttur sína í Merkisteini 1920. Mæðgurnar Kristín Hreinsdóttir, Margrét og Jónína Sigríður með Guðlaugu dóttur sinni voru búsettar í Hólmgarði, Vestmannabraut 12 1922 og enn 1934, er Kristín lést.
Jónína Sigríður missti Guðlaugu 1933.
Jónína Sigríður og Margrét systir hennar bjuggu áfram í Hólmgarði, stunduðu tóskap, en fiskvinnu á vetrum. (Sjá Blik, Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja, þar sem getið er um 320 Vestmannaeyinga, II. hluti, nr. 625 og 626.
Hún var vistmaður á Elliheimilinu við andlát 1956.

Barnsfaðir Jónínu var Sigurjón Kristjánsson í Klöpp, f. 6. ágúst 1886, d. 2. febrúar 1925.
Barn þeirra var
1. Guðlaug Sigurjónsdóttir, f. 12. febrúar 1911, d. 9. júlí 1933.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.