Hermannía Sigríður Anna Markúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hermannía Sigríður Anna Markúsdóttir frá Fagurhóli í Landeyjum, húsfreyja fæddist 25. apríl 1904 og lést 14. febrúar 1996.
Foreldrar hennar voru Markús Sigurðsson frá Fagurhóli, bóndi, smiður, f. þar 5. nóvember 1878, d. 30. október 1957, og kona hans Sigríður Helgadóttir frá Vestra-Stokkseyrarseli á Stokkseyri, húsfreyja, f. 18. september 1879 í Tóftum þar, d. 11. maí 1968.

Börn Sigríðar og Markúsar:
1. Hermannía Sigríður Anna Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. nóvember 1901, d. 19. maí 1995. Maður hennar Karl Moritz Guðmundsson.
2. Markúsína Sigríður Markúsdóttir húsfreyja á Eyrarbakka, síðar í Reykjavík, f. 25. apríl 1904, d. 14. febrúar 1996. Fyrrum sambúðarmaður Guðmundur Álfur Halldórsson. Maður hennar Karl Guðmundsson.
3. Helga Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 31. janúar 1906, d. 27. ágúst 2003. Maður hennar Kristinn B. Jónasson.
4. Hjörtrós Kristín Markúsdóttir verslunarstjóri í Reykjavík, f. 26. janúar 1914 í Eyjum, d. 9. september 1998, ógift.
5. Gunnþórunn Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. október 1915 í Eyjum, d. 27. ágúst 2001. Maður hennar Jón Ásgeirsson.
6. Árni Byron Markússon, f. 13. ágúst 1917, d. 3. febrúar 1921.
7. Þorbjörg Alda Markúsdóttir húsfreyja á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, f. 1. júlí 1920, d. 3. mars 2018.

Hermannía var með foreldrum sínum í æsku, í Fagurhóli, í Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi, á Bakka á Stokkseyri, á Túnsbergi, á Krosseyrarvegi 1 í Hafnarfirði.
Hermannía vann við sauma og hannyrðir eftir lát Karls.
Þau Karl giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Karl lést 1945 og Hermannía 1995.

I. Maður Hermanníu var Karl Moritz Guðmundsson slökkviliðsmaður, f. 26. maí 1881, d. 4. mars 1945.
Börn þeirra:
1. Árni Bæron Karlsson.
2. Hlín Karlsdóttir, býr í Bandaríkjunum.
3. Kristín Anna Karlsdóttir (kjörbarn hjónanna), býr í Hafnarfirði, f. 4. júlí 1937.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.