Helga Markúsdóttir (Túnsbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Helga Markúsdóttir.

Helga Markúsdóttir frá Fagurhóli í A.-Landeyjum, húsfreyja, verkakona fæddist þar 31. janúar 1906 og lést 27. ágúst 2003 á Sólvangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Markús Sigurðsson frá Fagurhóli, bóndi, smiður, f. þar 5. nóvember 1878, d. 30. október 1957, og kona hans Sigríður Helgadóttir frá Vestra-Stokkseyrarseli á Stokkseyri, húsfreyja, f. 18. september 1879 í Tóftum þar, d. 11. maí 1968.

Börn Sigríðar og Markúsar:
1. Hermannía Sigríður Anna Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. nóvember 1901, d. 19. maí 1995. Maður hennar Karl Moritz Guðmundsson.
2. Markúsína Sigríður Markúsdóttir húsfreyja á Eyrarbakka, síðar í Reykjavík, f. 25. apríl 1904, d. 14. febrúar 1996. Fyrrum sambúðarmaður Guðmundur Álfur Halldórsson. Maður hennar Karl Guðmundsson.
3. Helga Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 31. janúar 1906, d. 27. ágúst 2003. Maður hennar Kristinn B. Jónasson.
4. Hjörtrós Kristín Markúsdóttir verslunarstjóri í Reykjavík, f. 26. janúar 1914 í Eyjum, d. 9. september 1998, ógift.
5. Gunnþórunn Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. október 1915 í Eyjum, d. 27. ágúst 2001. Maður hennar Jón Ásgeirsson.
6. Árni Byron Markússon, f. 13. ágúst 1918, d. 3. febrúar 1921.
7. Þorbjörg Alda Markúsdóttir húsfreyja á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, f. 1. júlí 1920, d. 3. mars 2018. Maður hennar Eggert Theodórsson.

Helga var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1911, var send í fóstur til Hafnarfjarðar 1916, var hjú á Vesturgötu 4 þar 1920.
Hún vann verkakvennastörf í Hafnarfirði.
Þau Kristinn giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu síðast við Hraunbrún 20.
Kristinn lést 1976.
Helga dvaldi að síðustu á Sólvangi. Hún lést 2003.

I. Maður Helgu var Kristinn Bergmann Jónasson, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, starfsmaður Málningar hf., f. 26. júní 1899, d. 23. desember 1976. Foreldrar hans voru Jónas Bergmann Erlendsson barnakennari, sjómaður, f. 26. mars 1871, d. 6. júní 1928 og Sigríður Árnadóttir Normann, f. 22. ágúst 1878, d. 6. júní 1970.
Barn þeirra:
1. Markús B. Kristinsson vélfræðingur, eftirlitsmaður, f. 2. október 1930, d. 21. júní 2008. Kona hans Soffía Sigurðardóttir, látin.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Morgunblaðið 25. september 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.