Markús Sigurðsson (Túnsbergi)
Markús Sigurðsson frá Fagurhóli í A.-Landeyjum, bóndi, smiður fæddist 5. nóvember 1878 og lést 30. október 1957.
Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson bóndi, f. 13. október 1846 á Kálfsstöðum í V.-Landeyjum, d. 20. febrúar 1923, og kona hans Helga Einarsdóttir frá Lambafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 15. ágúst 1840, d. 29. ágúst 1915.
Markús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var kirkjuorganisti í Landeyjum og vann við smíðar.
Þau Sigríður giftu sig 1900, eignuðust sjö börn, en misstu eitt þeirra á þriðja ári þess. Þau voru bændur í Fagurhóli 1900-1908, á Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi, Árn. 1908-1909, bjuggu á Bakka í Stokkseyrarhreppi 1909-1911.
Þau fluttu til Eyja 1911, bjuggu lengst á Túnsbergi við Vesturveg 22.
Þau fluttu til Hafnarfjarðar 1917, bjuggu þar til 1926, en síðan í Reykjavík.
Markús lést 1957 og Sigríður 1968.
I. Kona Markúsar, (22. júlí 1900), var Sigríður Helgadóttir frá Vestra-Stokkseyrarseli, húsfreyja, f. 18. desember 1879, d. 11. maí 1968.
Börn þeirra:
1. Hermannía Sigríður Anna Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. nóvember 1901, d. 19. maí 1995. Maður hennar Karl Moritz Guðmundsson.
2. Markúsína Sigríður Markúsdóttir húsfreyja á Eyrarbakka, síðar í Reykjavík, f. 25. apríl 1904, d. 14. febrúar 1996. Fyrrum sambúðarmaður Guðmundur Álfur Halldórsson. Maður hennar Karl Guðmundsson.
3. Helga Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 31. janúar 1906, d. 27. ágúst 2003. Maður hennar Kristinn B. Jónasson.
4. Hjörtrós Kristín Markúsdóttir verslunarstjóri í Reykjavík, f. 26. janúar 1914 í Eyjum, d. 9. september 1998, ógift.
5. Gunnþórunn Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. október 1915 í Eyjum, d. 27. ágúst 2001. Maður hennar Jón Ásgeirsson.
6. Árni Byron Markússon, f. 13. ágúst 1918, d. 3. febrúar 1921.
7. Þorbjörg Alda Markúsdóttir húsfreyja á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, f. 1. júlí 1920, d. 3. mars 2018.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.