Jóhann Óskar Heiðmundsson
Jóhann Óskar Heiðmundsson, vélstjóri, smiður, hótelstjóri á Þórshamri í Eyjum í 17 ár, fæddist 11. maí 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans Heiðmundur Sigurmundsson, bakari, heildsali, hótelrekandi, f. 23. febrúar 1935, d. 13. júlí 2010, og kona hans Guðrún Jóhannsdóttir, húsfreyja, verslunar- og hótelrekandi, f. 12. ágúst 1935.
Börn Guðrúnar og Heiðmundar:
1. Jóhann Óskar Heiðmundsson, f. 11. maí 1956. Kona hans Unnur Ósk Ármannsdóttir.
2. Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson, f. 14. mars 1959. Kona hans Gerður Garðarsdóttir.
3. Sigrún Jónasína Heiðmundsdóttir, f. 24. mars 1961. Maður hennar Tryggvi Kristinn Ólafsson.
Þau Hrönn hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Jóhann Óskar eignaðist barn með Önnu Kristinu 1981.
Þau Sigríður Lísa giftu sig 1989, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Unnur Ósk giftu sig.
I. Fyrrum sambúðarkona Jóhanns Óskar er Hrönn Jónsdóttir, f. 14. febrúar 1960. Foreldrar hennar Jón Leósson, f. 11. janúar 1935, d. 22. apríl 2012, og Iðunn Elíasdóttir, f. 5. júlí 1938.
Barn þeirra:
1. Leó Jóhannsson, f. 12. mars 1981 í Rvk, d. 17. nóvember 2020. Barnsmóðir hans Hólmfríður Lilja Gylfadóttir.
II. Barnsmóðir Jóhanns Óskars er Anna Kristín Fenger, f. 23. mars 1958.
Barn þeirra:
2. Kristján Geir Fenger, f. 5. desember 1981.
III. Kona Jóhanns, (21. október 1989, skildu), er Sigríður Lísa Geirsdóttir, f. 29. júní 1963. Foreldrar hennar Geir Konráð Björnsson, f. 9. júní 1935, d. 8. mars 2014, og Hanna Carla Proppé, f. 5. ágúst 1938, d. 23. september 2017.
Börn þeirra:
3. Hanna Carla Jóhannsdóttir, f. 8. ágúst 1986 í Eyjum.
4. Elvar Örn Jóhannsson, f. 8. febrúar 1990 í Eyjum.
IV. Kona Jóhanns Óskars er Unnur Ósk Ármannsdóttir, f. 6. maí 1956. Foreldrar hennar Ingi Ármann Árnason, f. 4. júlí 1934, d. 5. desember 1990, og Fjóla Eiðsdóttir, f. 11. október 1931, d. 17. júní 2016.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.